Horfa á hlutina í samhengi

Það þarf hvorki að lækka laun venjulegra opinberra starfsmanna né fækka þeim. Ef spara á launakostnað opinberra starfsmanna er rétt að byrja á þeim sem hafa allskonar sporslur. Þar má nefna frjáls afnot af bílum, bílastyrki, frítt húsnæði, fastar yfirvinnutekjur án þess að vinna yfirvinnu o.s.frv. Katrín setur þetta upp sem tvo valkosti; annað hvort að lækka launin eða fækka opinberum starfsmönnum. Þetta er bara ekki svona svart og hvítt. Nú þarf að horfa á allt í samhengi, heimilin, fyrirtækin og bankakerfið. Allt þarf þetta að virka. Opinberir starfsmenn eru hins vegar almennt ekki ofaldir af launum sínum.
mbl.is Frekar lækka laun en fækka störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband