Margir ferðast milli landshluta á bílum sínum

Þetta með sumardekkin og 15. apríl hljómar alltaf svolítið undarlega. Greinilegt er að þessi dagsetning er sett á af einhverjum sem ekki keyra út fyrir höfuðborgarsvæðið. Oft á tíðum þarf ekki að fara langt þaðan á þessum árstíma til að komast í hálku og snjó. Hins vegar má segja að nagladekk séu óþörf á höfuðborgarsvæðinu allan ársins hring. Saltausturinn þar sér til þess að grófmynstruð dekk eða heilsársdekk duga. Um mest allt land, utan suður- og suðvesturlands, veitir ekkert af vetradekkjum fram yfir miðjan maímánuð, enda var nokkuð kúnstugt að heyra frétt um ólögmæti nagladekkja í hádegisfréttum útvarps í dag og í sama fréttatíma var sagt frá snjóruðningi fyrir vestan. Það er nú þannig að margir ferðast milli landshluta á bílum sínum og helvíti hart að fá sekt fyrir að vera búinn til aksturs á íslenskum fjallvegum í aprílmánuði.


mbl.is Tími nagladekkjanna liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband