Austurland tækifæranna

Það er athyglisvert hve Íbúðalánasjóður á margar íbúðir á Austurlandi, eða 67 talsins, á þessu svæði sem talið var eitt mesta uppgangssvæði landsins síðustu árin. Að vísu eru Austurland og Austurland ekki það sama. Mér segir svo hugur að stór hluti þessara íbúða sé í sveitarfélögunum Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði þar sem mest var byggt á virkjunartímanum. Byggingafyrirtæki fóru þá offari í byggingum og ekki virtist þau skorta aðgang að bankakerfinu til að fjármagna íbúðir. Sveitarfélögin voru líka galopin og þöndu út byggingasvæðin. Þetta hefur leitt til offramboðs og lítillar hreyfingar á fasteignamarkaði eftir að um hægðist. Austurland tækifæranna er greinilega ekki það draumaland sem það átti að verða.
mbl.is Íbúðalánasjóður leigir út 34 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 No  Kicking Dirt Duh 





Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 07:57

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu nú farinn að semja teiknimyndasögur Maggi? Þú tekur þér ýmislegt fyrir hendur.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 08:01

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta þyngra en tárum taki og orð fá lýst.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 08:20

4 Smámynd: Offari

Byggingafyrirtæki fóru þá offari í byggingum ..   Þótt þú segir þetta þá er nú því miður ástandið þannig að Offari er húsnæðislaus og´Íls vill ekki legja honum íbúð.  Líklega þarf ég að yfirgefa austurland vegna húsnæðisskorts,

Offari, 15.4.2009 kl. 08:26

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú það sem margir óttuðust Maggi og var reynsla fyrir eftir þenslutíma hér á landi Maggi. T.d. á Akranesi um 1980. Þar var mikið byggt þegar Járnblendiverksmiðjan tók til starfa 1978. Síðan þegar þennslan minnkaði hrundi íbúðaverð um 50%. Mér finnst nú undarlegt Starri (Offari) að þú getir ekki fengið leiguíbúð á Austurlandi. Auðvitað ræðst það af því hvar þú býðr og svo getur vel verið að fyrri íbúðareigendur séu nú leigjendur hjá Íbúðalánasjóði. Eins getur verið að stór hluti þessara 67 íbúða sé bara fokheldur. Það kemur ekkert fram um ástand húsnæðisins í þessari frétt.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 08:38

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það var búið að byggja upp í viðbótarþörfina vegna stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi 2006, en þá settu bankar og verktakar í 3ja gír og talsmenn Alcoa lýstu áhyggjum yfir að framboðið væri tæplega nóg.  Auðvitað voru hagsmunir Alcoa fólgnir í umframframboði.  Þar á ofan ætluðu allir að græða feitt, íbúðaverð rauk upp í 130 - 150% byggingakostnaði eins og reyndar víðar á landinu. 

Nú situr íbúðalánasjóður uppi með íbúðir, því bankarnir eru gjaldþrota og þarf að afskrifa stórkostlega, þar á ofan Offara húsnæðislausan því hann vill sennilega ekki kaupa af IL 40% undir gamla markaðsverðinu því það er það sem IL er að selja þessar eignir á þessa dagana.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 08:53

7 Smámynd: Offari

Málið er að ég get ekki keypt því ég næ ekki peningum mínum út. Ég er búinn að reyna að bjóða tvívegis í sömu eignina hjá Íbúðalanasjóð. Fyrst bauð ég staðgreiðslu fyrir kreppu og var hafnað og nún bauð ég lægra tilboð gegn 100%veðsetningu og þá var mér hafnað vegna þess að ég stóðst ekki greiðslumat.

Ég get hvorki keypt mér íbúð né leigt á 150 þús per mán.  Ég get fengið leigða íbúð fyrir norðan á 50 þús per mán og jafnvel þótt launin lækki um 100þús hef ég það betra fyrir norðan því leiguverðsmunurinn bætir upp tekjutapið.

Offari, 15.4.2009 kl. 09:24

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

150 þúsund krónur á mánuði. Það hlýtur að vera stórt hús. Hér á Akranesi leigi ég nýja 100 fermetra 3 herbergja íbúð á 90 þúsund og hef verið að leigja út 70 fermetra tveggja herbergja íbúðina mína á Akureyri fyrir 70 þúsund á mánuði. Hef nú ekki trú á að þú fáir merkilega íbúð fyrir 50 þúsund á mánuði á Akureyri.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 09:32

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Crazy 1  Offari lýsir ruglinu vel, það á eftir að taka nokkurn tíma að vinda ofan af því. 




Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 09:42

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já það er greinilegt að leiguverð eystra er langt yfir því sem þekkist á suð-vesturhorninu og á Akureyri, nema þetta sé þeim mun stærra húsnæði sem hann er í. En ert þú orðinn áskrifandi í dótabúð Maggi?

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 11:17

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Tækifæri búa í fólkinu frændi kær.  Og Austurland er fullt af tækifærum fyrir þá sem hafa hugmyndaflug til að nýta sér það.  Möguleikar í ferðaþjónustu eru miklir, en það hefur því miður loðað við Austfirðinga að það vantar í þá "þjónustugenið". En það kemur!  Ég er t.d. að vinna í því að koma upp "Frumbyggjasetri" á þekkingarbænum Breiðdalsvík.  Þar ætla ég að leiða saman frumbyggja Ástralíu, Inúíta, Lappa og fleiri þjóðflokka..... Þú ættir því að flygja þig um set aftur frá flatneskjunni á Akranesi og koma þér austur aftur....

Góðar kveðjur frá okkur andfætlingunum.

Ómar Bjarki Smárason, 15.4.2009 kl. 12:54

12 Smámynd: Offari

Það eru bara tvær íbúðir á lausu hér á austurlandi til leigu önnur íbúðin er 140 fermetra á 140 þús og hin er 190 fermetra á 150 þús. Báðir þessir aðilar þurfa svona mikið til að geta haldið húsunum svo ég tel kröfu þeirra ekkert óeðlilega enda bæði stór og nýleg hús.

Ég hef hinsvegar enganveginn efni á að borga þessa leigu, Þótt ég sé í fullri vinnu hefur mér gengið illa að ná endum saman með þær 230 þúsindir sem ég fæ um hver mánaðarmót. Ég þarf stórt hús því ég er með 5 manna fjölskyldu en öll ódýri leigu húsin eru í útleigu.

Offari, 15.4.2009 kl. 13:04

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áskrifandi að dótabúð? Ef þú átt við litlu gulu kallana þá fékk ég þá í jólagjöf frá bloggvininum "hallibjarna".  Þú hefðir betur sleppt þessari gjöf ef þeir eru að pirra þig, því fyrir mig var þetta álíka skemmtileg jólagjöf og vatnsbyssa.

Þú ættir að taka hann Ómar frænda þinn á orðinu og koma austur á Breiðdalsvík.  Þú getur svo fengið að prjóna í handverkshúsinu hjá mér á Stöðvarfirði yfir daginn.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 13:10

14 Smámynd: Offari

Eru einhverjar Íbúðir til leigu á Stöðvarfirði eða Breiðdalsvík fyrir skikkanlegan pening?

Offari, 15.4.2009 kl. 13:30

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hugsanlega Offari, án þess að ég viti það.  En það er stutt síðan ILS var með stórt einbýlishús til sölu á Stöðvarfirði á 8 millj..  Ef þú þarft að sækja vinnu austur þá gengur rúta í tengslum við Alcoa frá Stöðvarfirði.

Magnús Sigurðsson, 15.4.2009 kl. 13:38

16 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi þetta var gott á þig og sennilega mig líka. Ómar Bjarki er ágætur og hefur séð til þess að t.d. Eskfirðingar fengu hitaveitu en ekki er hann svo góður að hann sest að á Austurlandi ennþá. Annars þakka ég gott boð um prjónaskapinn. Hef nóg annað á prjónunum núna.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband