Reyna að ljúga sig út úr sukkinu

Það hefur verið kostulegt að hlusta á forystumenn Sjálfstæðisflokksins í fréttatímum ljósvakamiðla í kvöld. Þeir reyna með veikum mætti að ljúga sig út úr sukkinu. Kjartan Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson voru allir vandræðalegir í viðtölum. Langar þagnir meðan þeir voru að hugsa um hvernig best væri að koma orðum að svarinu án þess að vera sakaðir um lygi. Guðlaugur Þór reynir að hvítþvo síg í þessari frétt Moggans en viðurkennir þó að hafa hringt í nokkra menn af sjúkrabeði. Hverjir það voru, gefur hann ekki upp, en kannski er fyrsti stafurinn í nafni eins þeirra Hannes eða kannski Sigurjón?
mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já þeir voru nú ekki beinlínis með öll svör á hraðbergi. Þeir hefðu komið illa út úr hraðaspurningum í "Gettu betur".

Árni Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samviskan er eitthvað að plaga þá þessa dagana og það þarf mikið til skal ég segja þér.

Víðir Benediktsson, 9.4.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei Víðir. .samviskan er sko ekki að plaga sjálfstektarhyskið.. þeir eru bara í vandræðum með að hylma yfir skítinn !

Óskar Þorkelsson, 10.4.2009 kl. 07:26

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekkert til sem heitir samviska á þeim bænum þegar peningar eru annars vegar.

Haraldur Bjarnason, 10.4.2009 kl. 09:25

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

en þetta kom á besta tíma...rétt fyrir kosningar..

Hólmdís Hjartardóttir, 10.4.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband