Sjálfstæðismenn í tómu tjóni en stjórnarskrárbreytingar mega bíða

Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt til þess að tefja mál og ströggla þessa dagana. Þrátt fyrir það þá átta ég mig ekki alveg á því hve mikla ofuráherslu ríkistjórnin leggur á stjórnarskrárbreytingar núna. Ég held þær hljóti að mega bíða. Það er af nægum verkefnum að taka og sem betur fer er ríkisstjórnin farin að taka til hendinni í ýmsum verkum. Sjálfstæðismenn eru auðvitað í tómu tjóni eftir klúðurslegan messíasarlandsfund og reyna nú að gera allt hvað þeir geta til að vekja á sér athygli. Þannig er það nú.
mbl.is Bullandi ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Minni á orð Ögmundar Jónassonar hér (sem virðist hafa gleymt þeim sjálfur):

Það eru umdeildu málin sem kalla á athygli. Langar umræður á Alþingi eru einmitt oftar en ekki tilraun til að ná eyrum þjóðarinnar í málum sem stjórnarandstaðan telur skaðleg og brjóta í berhögg við þjóðarvilja.

Annað veifið heyrast þær raddir að banna eigi þingmönnum að hafa langt mál um slík mál. Það væri mikið óráð. Eða vilja menn virkilega að kæfa stjórnmálaumræðu í landinu? Þöggun á þingi myndi vera skref í þá átt.

Geir Ágústsson, 1.4.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband