Minnisvarði um græðgi og svik

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að ríkidæmi þessara útrásarkólfa byggðist ekki á neinu. Ekkert var á bak við. Þeir veltu á milli sín ímynduðum peningum til að allt liti vel út á við. Hlutabréfin hækkuðu við það eitt að einn lánaði öðrum eitthvað sem ekki var til. Þeir höfðu allt í hendi sér á öllum sviðum í skjóli eignarhalds yfir þessu sem var í raun ekkert. Sveitasetrið í Borgarfirði, sem eignað hefur verið Sigurði Einarssyni en hann í raun á ekkert í, er einn gleggsti minnisvarðinn um þetta rugl. Legg til að það verði varðveitt á því byggingarstigi, sem það er nú, og notað til að vara komandi kynslóðir við græðgi og svikum.
mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að dauðasyndirnar sjö eigi allar við þannan óforskammaða afglapa.

Stefán (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband