Prílað upp í 1000 metra

Átta mig ekki alveg á hvernig fólki dettur í hug að príla upp í um þúsund metra hæð yfir sjávarmáli þegar slydda og hvassviðri er á láglendi. Vona samt að konan hafi ekki slasast alvarlega og allir, bæði göngufólk og björgunarfólk, komist klakklaust niður.
mbl.is Búa fólk fyrir niðurferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gæti verið mjög vel búinn fjallgönguhópur sem fer í ferðir þótt ekki sé beinlínis blíðan. Það er satt að segja talsvert um að vanir hópar fari í fjallgöngu í erfiðu veðri, en býr sig vel og hefur gaman af öllu saman.

Þarna verður síðan slys - en var það veðrinu að kenna?

steini (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 28.3.2009 kl. 20:41

3 identicon

Já það er mjög líklegt að veðrið hafi eitthvað með það að gera. Það eru allavega minni líkur á að detta ef skilyrði eru góð.

Viðar Örn (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En athugið eitt. Það er alltaf hætta á slysum í fjallgöngum. Í slæmu veðri er hins vegar erfiðara um vik til björgunar.

Haraldur Bjarnason, 28.3.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband