Hann er ekki í lagi

Hann er nú ekki í lagi greyið og landsfundarfulltrúar hlæja og klappa að vitleysunni í honum. Dæmigert fyrir múgsefjunina, sem alltaf er á þessum fundum. Ég hef ákveðna samúð með honum greyinu. Allir hafa verið vondir við hann að undanförnu. Hann sem varaði við öllu. Hann sem hefur ekki komið nálægt einkavinavæðingunni, sem búin er að setja þjóðina á hausinn. Hann sem stýrt hefur vaxtastefnu síðustu ára. Hann er ekki með alzheimer, ekki einu sinni alzheimer light en hafi hann skömm fyrir að grínast með þann alvarlega sjúkdóm. Líklega hafa landsfundarfulltrúar hlegið þá. Ég ætla ekki að sjúkdómsgreina Davíð. Það þarf færa sérfræðinga til þess.

Var ekki búinn að sjá frétt Vísis þegar ég skrifaði þetta áðan en þar líkir Davíð starfslokum sínum við krossfestingu Krists. Nú fyrst er ég sannfærður um að maðurinn þarf á sérfræðingsaðstoð að halda. http://www.visir.is/article/20090328/FRETTIR01/780038039


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hann er örugglega mikið veikur....og samflokksmenn hans hlægja

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hverjum hefði dottið í hug að segja upphátt: Vona að Davíð sé með krabbamein. Ummælin um ALzheimer sjúkdóminn sem sumir halda að sé einhver minniskvilli en ekki dauðlegur sjúkdómur eru svo yfirgengileg að ég.... get ekki sagt meir

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jeminn, Haraldur! Þó þetta sé auðvitað grafalvarlegt mál þetta skrípaleikhús sem landsfundurinn er ekki síst í því ljósi þvílíka fjölmiðlaathygli það fær þá fékk þessi færsla þín mig til að hlægja Er von nema þú hafir sannfærst eftir lestur fréttarinnar inni á visir.is

Ég vona bara að þessi fáránleiki sem er að gera út af við mig í dag gangi svo fram af kjósendum flokksins að þeir átti sig á því hvurs lags lágkúra þetta flokksskrípildi er orðið. Ég er sannfærð um að þessi samkoma slái við öllum ofsatrúarsamkomum veraldarinnar í sjálfsblekkingunum og sjálfsdýrkuninni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er líka athyglisvert að mbl.is er eini fjölmiðillinn sem ekki getur um þessa samlíkingu Davíðs við Jesús á krossinum.

Haraldur Bjarnason, 28.3.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég sá því líka haldið fram, man ekki lengur hvar að einhverjir hefðu staðið upp og gengið fram á meðan Davíð ruslaði út úr sér ásökunum í allar áttir. Ég sá ekkert um það á mbl.is a.m.k. Hefur þú heyrt af því?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Getur verið Haraldur að Mogginn sé farinn að skammast sín fyrir Davíð Krist? Það væri nú svo sem ekkert undarlegt við það. Það er hinsvegar rannsóknarefni hvað fær fólk til að standa úr sætum flissandi og klappandi fyrir viðundrinu???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.3.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband