Misvitrir spjátrungar sólunda lífeyrinum

Nú virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að sumir lífeyrissjóðir voru að fjárfesta í mikilli áhættu. Jafnvel að einhverjir hafi farið út fyrir það sem leyfilegt er í þeim efnum. Eins skýrir Mogginn frá "mútuferðum" stjórnenda lífeyrissjóðina, þar sem lúxus á borð við laxveiðar, golf og hvers kyns góðan viðurgjörning var aðalatriðið í ferðum sem áttu að vera vegna viðskipta. Án efa er misjafn sauður í mörgu fé hjá lífeyrissjóðum eins og annarsstaðar. Ég er viss um að það fer saman að þeir sem ekki fóru í slíkar ferðir eru að skila betri ávöxtun en aðrir.

Ég er af þeirri kynslóð, sem alla starfsævi hefur borgað í lífeyrissjóð. Þegar ég var 16 ára varð það að skyldu að borga í lifeyrissjóð. Ég hef alla tíð verið hlynntur þessum sjóðum, sérstaklega vegna þess að þeir hafa átt að vera öflug trygging. Nú er rétt um áratugur þar til mín kynslóð fer á lífeyri eftir að hafa borgað í sjóðina í um fjóra áratugi, lengst allra núlifandi. Ömurlegt er til þess að vita að einhverjir misvitrir spjátrungar hafi verið að sólunda því fé sem þeim hefur verið treyst fyrir. Annað er, sem ég hef aldrei skilið; af hverju eru atvinnurekendur með puttana í stjórnum lífeyrissjóða? Það hefur orðið til þess að fjárfestingar hafa oft á tíðum verið í þeirra þágu en ekki sjóðanna. Þetta eru peningar launafólks og það á að stjórna sjóðunum.


mbl.is Staða lífeyrissjóða afhjúpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætli þessir aðilar verði látnir gjalda fyrir afglöp sín?

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:27

2 identicon

var það ekki Vilhjálmur Egilsson sem fyrir skemmstu var að fræða okkur á að hann og félagar hefðu byggt hér upp lífeyrissjóði....annars treysti ég best  Helga í Góu til að sjá um þessi mál,allavega heiðarlegustu hugmyndirnar...

zappa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband