Aftur sama fréttin

Klukka 8:33 í morgun var þessi frétt á mbl.is:

Eldur í húsi á Akranesi

Eldur kom upp í gærkvöldi í  nýbyggingu við verslunarmiðstöðina Dalbraut á Akranesi en verið er að innrétta nýtt húsnæði Bókasafns Akraness. Slökkvistarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.

Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að bókaverslun Eymundsson, sem er í sömu byggingu, fylltist af reyk þar sem óþétt er á milli hólfa. 

Mikill hiti myndaðist í herberginu sem eldurinn kraumaði í og um tíma var talið að rjúfa þyrfti gat á þakið til að komast að eldinum. Hjá því varð þó komist og tókst reykköfurum að komast að upptökum eldsins og slökkva.  

Aftur er sagt frá þessu núna líklega eftir að búið er að hringja í löggur landsins. Er ekki ráð að menn fari yfir það á vaktaskiptum hvað síðasta vakt hefur gert?


mbl.is Eldur á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband