Nógir aðrir sjóðir til

Það liggur ljóst fyrir að sjúklingaskatturinn sem lagður var á er hróplegt óréttlæti. Ögmundur hreinlega getur ekki annað en afnumið slíkt óréttlæti. Að ætla sér að innheimta einhverskonar gistigjald af fólki sem þarf að leggjast á sjúkrahús og enga björg getur sér veitt er þvílík ósvífni að ekki nær nokkru tali. Þetta er skref í rétta átt. Það eru nógir aðrir sjóðir til að ná í peninga en hjá þeim sem á sjúkrahúsvist þurfa að halda.
mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nýja ríkisstjórnin er byrjuð að vinna.  Þetta framtak hjá Ögmundi var flott.

Sigrún Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Ólafur Als

Óréttlætið liggur í yfir 150 þúsund milljóna halla ríkissjóðs. Heldur er nú slappt þetta vinsældatal þitt, Haraldur, um fólkið sem getur ekki veitt sér bjargirnar. Hafa menn ekki gert sér grein fyrir þvílíkar raunir Íslendingar munu þurfa að ganga í gegnum á næstunni? Halda menn að þessir aurar verði teknir upp af steinunum - eða á í hverju málinu á fætur öðru að bera við að það sé hægt að skera niður einhvers staðar annars staðar????

Nei, sjóðirnir eru ekki til staðar - helst að skuldirnar séu meiri en álitið var. Um þessar mundir eru góð ráð dýr og hvern dropa verður að nýta til þess að fylla skuldabikarinn. Vertu viss um að við erum varla byrjuð að skoða ofan í hyldýpi skuldanna, nú þegar til stendur að fleyta yfir á ríkið hundruðum milljarða af skuldum fasteignaeigenda - ofan á þær meira en tvö þúsund milljónir sem hafa verið eyrnamerktar ríkinu.

Því miður munum við ekki hafa ráð á því að hneykslast yfir niðurskurði á næstunni - slíkan munað verður að ætla lýðskrumurum.

Ólafur Als, 2.2.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ólafur hvurslags bull er þetta. Hvaða vinsældatal ertu að tala um. Við erum búin að borga fyrir okkar sjúrkrahúsvist, ef til kemur, með sköttum.  Við tekljum okkur búa við sjúkratryggingakerfi og það á að tryggja hverjum einstaklingi að hann þurfi ekki að punga út peningum verði hann fyrir því óláni að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Skiptir mig þá engu í hvaða stöðu sá einstaklingur er.  Allir eiga að vera jafnir í þessu landi hvað þetta snertir. - Sjóðirnir eru til staðar og ef þeir hafa rýrnað er það vegna óráðsíu ofurrfrjálshyggjunnar. Ólafur ég vil einmitt niðurskurð hjá lýðskrumurum. Þeim sem hafa verið að eyða úr sjóðum almennings, ekki okkar sem höfum byggt þá sjóði upp.

Haraldur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 21:27

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

P.s. Ólafur. Af hverju ert þú að kópíera yfir á mína síðu það sem þú skrifar á þína síðu? http://mullis.blog.is/blog/mullis/

Haraldur Bjarnason, 2.2.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband