Lítil endurnýjun það

Ekki það að Hallur sé ekki góður drengur og félagslega sinnaður heldur finnst mér þetta skjóta svolítið skökku við nýja ímynd framsóknar. Þegar upp verður staðið bendir allt til að Sigmundur Davíð verði eini hreini sveinninn í hópnum. Þótt Hallur verði seint uppvís að framsóknarlegum misgjörðum síðustu áratuga hefur hann verið innsti koppur í búri þar þann tíma, tekið ákvarðanir, kosið í stjórnir og verið í trúnaðarstörfum. Sem sagt gamalgróinn Framsóknarmaður. Lítil endurnýjun það.
mbl.is Hallur Magnússon býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband