Þá fyrst yrði þjóðin vitlaus

Fyrst Framsóknarmenn eru með svona stífar kröfur væri eðlilegast að þeir gengju einfaldlega til liðs við Samfylkingu og Vinstri græna um stjórnarmyndun. Það hafa þeir ekki viljað en boðist til að verja minnihlutastjórn falli. Sá grunur læðist að manni að eitthvað annað sé farið að búa að baki. Það yrði þó aldrei að gamla íhalds- og framsóknarmynstrið sé að verða til aftur. Kæmi ekki á óvart að flokkseigendafélag Framsóknar sé farið að kippa í spotta ásamt Davíð og co. Margt þarf að verja á báðum bæjum en þá fyrst yrði þjóðin vitlaus.
mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þanni virðist þetta líta út, þetta er að mínu viti ekkert annað en leiksýning að hálfu Framsóknarmanna.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 31.1.2009 kl. 10:44

2 identicon

Maður hefur verið að láta sér detta það í hug að nú séu fundi haldnir þar sem markmiðið er að "bjarga verðmætum sumra" - þá liggur náttúrulega beinast við að Íhald og Framsókn fundi. Manni hefur sem sé dottið í hug að Sigmundur sé að vinna tíma.

En andskotinn hafi það - þetta hafa bara verið hugdettur. Ég túi því ekki.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Guðmundur þetta er svona eins og þú nefnir þetta, þetta er að mínu mati ekki sá Sigmundur sem við þekkjum, þetta er strengjabrúða Framsóknarafla út í bæ.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 31.1.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Það lágu upphafleg fyrir 4 skilyrði fyrir hlutleysi Framsóknar. Einungis 2 af 4 voru uppfyllt.

Framsókn vinnur að hag þjóðarinnar, VG og Samfylkingar!

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sami grautur og fyrr, hann er bara upphitaður. Sérfræðinga í hvert sæti, ópólitiska takk.  Maður þarf nú að leyfa sér að dreyma.

Nú lætur framsókn eins og stjórnarviðræðurnar standi og falli með sér, þeir verða fljótir að taka upp hnífasettið, sjáið til. Ekki lýst mér á að fá þá aftur í stjórn. Þarf varla að rifja upp ferilskrána þeirra.

Rut Sumarliðadóttir, 31.1.2009 kl. 11:28

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þeir eru að herða kröfurnar. Mér líst illa á þetta.

Jón Halldór Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband