Einkaþotuvinir "umhverfissinnans"

Það væri nær fyrir hinn svokallaða "umhverfisverndarsinna" Watson að hvetja þessa vini sína, sem ferðast um á einkaþotum, til að hætta slíkum ferðamáta og ferðast með almennum farþegaþotum. Með því mætti minnka mengun mikið og það ætti að vera "umhverfissinnanum" að skapi. Það er öllum að meinaluausu að þeir hætti að taka eldsneyti hér á landi. Það er ekki umhverfisvernd og umhyggja fyrir hvölum sem hvetur Watson og félaga áfram. Þeim tekst að slá ryki í augu efnaðs fólks, sem dælir peningum í samtök þeirra. Enda segja rök hans gegn langreyðarveiðunum allt sem segja þar. Hann heldur því fram að langreyður sé í útrýmingarhættu. Hún er ekki útrýmingarhættu frekar en amerískir kjúklingar
mbl.is Hvetja til viðskiptaþvingana vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að menn ættu að taka þetta alvarlega ! 

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað hafa svona ruglukollar áhrif Óskar annars væru þeir ekki búnir að koma sér svona vel fyrir hjá ríka fólkinu. En þú sérð við lestur þessarar fréttar hve misræmið er mikið og lítið fer fyrir umhverfissjónarmiðum. Sannleikurinn er heldur ekkert heilagur hjá þessu liði en því miður er fullt af fólki sem trúir Watson og co.

Haraldur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: S. Einar Sigurðsson

Watson hefur ávallt verið veruleikafirrtur, enda var hann tilbúinn á sýnum tíma að myrða þá sem voru vaktmenn í hvalskipunum á sýnum tíma. Bæði þegar skipunum var sökkt og þegar hann ætlaði að nota forsfor íkveikjusprengjur til að kveikja í skipunum. Hann er ekki náttúruverndarsinni heldur umhverfissóði sem hugsar bara um eigin hag.

S. Einar Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nákvæmlega þess vegna Halli eigum við að taka þetta alvarlega.. það voru miklar umræður um Watson þegar ég bjó í noregi fyrir 6 árum síðan.. hann fékk ótrúlega fjölmiðlaumfjöllun og því ber okkur að taka hann alvarlega og það fjölmiðlavald sem hann hefur.. við getum verið ósammála honum út í eitt en það breytir því ekki ða hann hefur völd.. og það mikil.

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband