Bakkfirðingar olíufurstar Íslands

Jæja, þá er tími Bakkfirðinga kominn aftur eftir hremmingar í sjávarútvegi og gjaldþrot stærstu fiskverkunarinnar þar. Bakkfirðingar verða væntanlega olíufurstar Íslands ásamt næstu nágrönnum sínum á Vopnafirði.


mbl.is Olíuleit á Drekasvæðinu boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Það væri nátturlega bara snilld ef eitthvað af menningunni færðist út á landsbyggðina, komin tími fyrir okkur borgarbúa á átta okkur á því að við erum ekki miðdepill landsins.

Tek því undir með þér, það er komin tími til að Bakkfirðingar rýsi upp úr öskunni 

:)

A.L.F, 14.1.2009 kl. 12:27

2 Smámynd: Anna Guðný

Heyr,heyr

Anna Guðný , 14.1.2009 kl. 12:47

3 identicon

Sæll félagi.

Er að fara á Drekafund á eftir og heyra hvað er að gerast.  Man eftir svipaðri umræða fyrir hart nær 30 árum.  Gaman að heyra hvort þessi verður á svipuðum nótum.  Stöð 2 sendir fréttamenn með ráðherra, en spurning hvort hægt er að koma að þeim þessum jákvæðu litlu fréttum sem ég hef alltaf í pokahorninu.  Ef við hér á Vopna-Bakkafirði eigum að verða olíufustar þá þurfa rannsóknirnar og þjónustuþörfin að koma strax, Bakkafirði er nánast blætt út og við erum í útrýmingarhættu, getum ekki beðið í 20 ár eftir olíugróðanum.  Bestu kveðjur í þitt hús, gamli vinur.

Ágústa Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:13

4 identicon

Já held þessi olíu leit sé alveg á rétta staðnum, þar sem þessi bæjarfélög eru nálægt því að leggjast í eyði :8

Kannski fá Borgfirðingar líka eitthvað fyrir sinn snúð, gætu jafnvel breytt nafninu í Borafjörð til að fá athygli.

Andrir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:20

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

En Unaós Halli, - Unaóshöfn?

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/771037/

Benedikt V. Warén, 14.1.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Grafa út Lagarfljótsósinn, Pelli, það kemur hvort sem er mun minni framburður þangað núna. Hann sest allur í Landsvirkjunartjörnina á hálendinu. Annars vona ég svo sannarlega að þetta geti orðið góð búbót fyrir Vopnfirðinga og Bakkfirðinga. Þar verði miðstöð þjónustu við olíleitina.

Haraldur Bjarnason, 14.1.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég er að skoða þetta í samhengi. 

Við höfum landssvæði fyir olíhreinsistöð og höfn við Unaós.  Halli UNAÓS.

Að mati margra er Héraðið orðið það mengað, að það sér varla á svörtu þó til komi olíuhrinsistöð þar einnig, ekki fyrir vestan. Það er stutt í rafmagn fyrir olíuhreinsistöðina, afgangur til við Fljótsdalsstöð, raflína um 80 km öll í byggð, ekki yfir neinn fjallveg að fara.  Stutt á Drekasvæðið.

Flugvöllur innan fjallahringsins og aukaafurð að selja út mölina, sem ekki verður notuð í mannvirki, en fjarlægja þarf við hafnargerðina.  Þorsteinn Bergsson verður svo hafnarstjóri, enda flott útsýni yfir allt "bixið" frá honum.

Benedikt V. Warén, 14.1.2009 kl. 14:15

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já en Pelli, í fullri alvöru. Héraðið nýtur alltaf góðs af því að nágrannarnir plummi sig vel. Bakkafjörður og Vopnafjörður með þjónustuna frá sjó. Við vitum að flugvöllurinn og sú mikla umsýsla sem þarf í í kringum þrjár þyrlur og annað flug til og frá Íslandi verður auðvitað á Egilsstöðum. Þar er allt til alls. Alþjóðlegur  flugvöllur, sábesti á landinu og hægt með litlum tilkostnaði að gera hann enn betri. Hafnarbætur undanfarinna ára koma Vopnfirðingum vel í þessu tilfelli. Auðvitða eiga menn að standa saman um þetta eins og nyrstu íbúar fjórðungsins stóðu saman við aðra Austfirðinga um virkjun við Kárahnjúka og álver við Reyðarfjörð. Þeir hafa hins vegar ekki notið góðs af því.

Haraldur Bjarnason, 14.1.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband