Útgerðin er ríkisstyrkt og komin upp á náð og miskunn ríkisins

Getur verið að framkvæmdastjóri LÍÚ hafi sagt þetta?: "Friðrik sagði að það hafi verið gæfa sjávarútvegsins að njóta ekki ríkisstyrkja og það hafi skipt sköpum. Hann sagði að það væru blikur á lofti um fjármögnun sjávarútvegsfyrirtækja en hann sagðist ekki sjá það fyrir sér að það myndi nokkurn tímann gerast aftur að sjávarútvegurinn yrði upp á náð og miskunn ríkisins kominn."  Íslenskur sjávarútvegur hefur nú heldur betur verið ríkisstyrktur í bak og fyrir. Kvótinn, sem er sameign þjóðarinnar, hefur verið færður útgerðinni á silfurfati. Það launaði hún með því að veðsetja kvótann í botn og nú vill útgerðin fá ríkisbankana til að fella niður skuldir, sem eru með veði í kvótanum, sem er eign.

Auðvitað er kvótagjöfin ríkisstyrkur og útgerðin er komin upp á náð og miskunn ríkisins vegna veðsetningar gjafakvótans. Enda á ríkið bankana.


mbl.is Aldrei aftur í faðm ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Uppstokkunar er þörf. Þeir menn sem eru í forsvari eru upp til hópa sjúklega veruleikafirrtir.

, 26.12.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ríkið er í faðmi LÍÚ en ekki öfugt. þeir hafa náð kverkataki á stjórnsýslunni og bankakerfinu.

Víðir Benediktsson, 27.12.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Í raun ætti ríkið að hafa allt í hendi sér með útgerðina. Ríkisstjórnin hefur vald til að fara með kvótann, sem er sameign landsmanna og ríkisstjórnin hefur vald yfir bönkunum, sem eru í eigu ríkisins. Það er svo spurning Víðir hvernig misvitrir stjórnmálamenn spila úr þessu. Þeir veittu útrásarvíkingunum og bankadrengjunum algjört frelsi, nánast án nokkurra reglna. Sama var upp á teningnum þegar frjálst framsal kvóta og síðar veðsetning varð leyfð. Það er nefnilega svo að frelsi fjármagnsins á Íslandi hefur orðið að helsi þjóðarinnar. 

Haraldur Bjarnason, 27.12.2008 kl. 07:55

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hefur nú margt skrautlegt komið frá Líú valdinu í gegnum tíðina, eins og þú veist, og engin takmörk fyrir frekjunni. Ég spái nú að þetta sé bara byrjunin...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.12.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það er enginn búmaður nema barma sér og á það ekki síst við um þá. Búnir að skara eld að eigin köku í áraraðir, og núna þegar verð er í hæstu hæðum (mælt í krónum) olíuverð í sögulegu lámarki, þá væla þeir eins og stunginn grís. Samkvæmt Þorvaldi Gylfasyni þá var það gjafakvótinn sem var upphafið af þessu pókerspili sem tapaðist og það er aðeins einn flokkur sem hefur frá upphafi barist gegn kvótakerfinu

Kristinn Sigurjónsson, 27.12.2008 kl. 11:58

6 identicon

Skattaafsláttur til sjómanna er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði útgerða.  Friðrik ætti að afþakka slíka fyrirgreiðslu ef hann vill ekki ríkisstyrki.  Hann þyrfti þá sjálfur að greiða allan launakostnað sjómanna.

Þröstur jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:43

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sjómenn taka líka þátt í olíukostnaði útgerða. Einu launamennirnir sem taka beinan þátt í rekstrarkostnaði vinnuveitandans.

Haraldur Bjarnason, 27.12.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þeir hafa spilað upp kvótaverðið og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Þeir bæði útiloka nýja í að komast inn, en svo hafa þeir með háu kvótaverði á gjafakvótanum geta hækkað veðsetningu útgerðarinnar til að steypa sér í enn meir skuldir. Og nú vilja þeir að skuldirnar séu gefnar eftir. Ég á erfitt með að trúa að íhaldið standi ekki með þeim í þessar baráttu þeirra. Í reynd ætti að nota tækifærið núna og ná kvótanum aftur til ríkisins, en til þess þarf kosningar, því það er bara Frjálslyndir sem hafa barist gegn þessar gjöf landsmanna til örfárra útvalda.

Kristinn Sigurjónsson, 27.12.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband