Geir í sýndarveruleika

Þeir sem veikjast eða slasast og eiga engra annarra kosta völ en leggjast á sjúkrahús eiga að borga. Er það ekki svolítið táknrænt fyrir aðgerðir þessarar aumu ríkisstjórnar? Kannski enn táknrænna en hátekjuskatturinn, sem ekki má leggja á? Við erum að borga skatta, ekki síst til að geta staðið undir heilbrigðiskerfi handa öllum landsmönnum. Þeir skattar voru að hækka líka. - Geir segist telja að vel flestir landsmenn geti staðið undir gjaldtöku. - Ertu í einhverjum sýndarveruleika Geir?
mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, þetta er ekki fallegt. Það er sjálfsagt hægt að skera niður í heilbrigðiskerfinu eins og annars staðar en ég vil að þar finni lífsstíls-sjúkdómarnir fyrstir fyrir skurðarhnífnum. Ég þekki forfallna alkóhólista og veit vel hvernig fjármunum er sóað í SÁÁ-batteríinu, þar þarf að skera gróflega niður. Fólk sem étur sér til vansa á að borga fyrir aðgerðir sjálft. Hvers vegna þarf almenningur að greiða fyrir fóstureyðingar þegar alls staðar er hægt að kaupa hundódýrar verjur. Reykingafólk ætti að greiða úr eigin vasa þegar lungnakrabbinn herjar á það. En það er af og frá að láta slysin setja fólk á hausinn.

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú talsverð einföldun hjá þér á hlutunum Baldur og uppfullt af fordómum. Auðvitað má spara víða í kerfinu en við skulum líta á að þeir sem verða fyrir slysi eða sjúkdómum eru ekki að óska sér þess. Það er rétt að fólk getur étið sér til vansa, drukkið sér til vansa, reykt sér til vansa og margt fleira. Fólk getur líka ekið eins og asnar og lent í slysum. Ökufantarnir geta líka slasað aðra og hvað með þá? Hingað til hefur þetta verið ofur einfalt á Íslandi. Við borgum skatta og með þeim stöndum við undir heilbrigðiskerfi, sem á að vera öllum opið óháð efnahag. Mér sýnist að þú sjáir ekki að allir einstaklingar séu á vetur setjandi. Hver á að velja þá og ákveða hvaða sjúkdómur er áunninn og hver ekki? - Geir og Solla eru hins vegar úti í móum og ekkert í takti við íslenskt þjóðlíf í dag.

Haraldur Bjarnason, 26.12.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Geir er af öðrum heimi

Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband