Olíukostnaðurinn?

Ánægjulegt að sjómenn og útvegsmenn skuli geta samið um kaup og kjör. Venjan hefur verið lagasetning ríkisins. Skil hins vegar aldrei hvers vegna sjómenn þurfa að taka þátt í olíukostnaði frekar en allir almennir starfsmenn í landinu þurfi að borga rafmagnskostnað atvinnurekenda eða flutningabílstjórar olíukostnað.
mbl.is Sjómenn og útvegsmenn semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

í þessu eiga þeir ekki að taka þátt í kostnaðinum. einungis breytt skiptahlutföll ef veiðar verða óarðbærar (það að veiðarnar standi ekki undir rekstri) þá verði hlutfallinu breytt. það er að segja. launalækkun tímabundið.

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar. Það eru samt sem áður engin rök fyrir því að sjómenn eigi að taka þátt í olíukostnaði, frekar en aðrir launamenn.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei. en á þá að leggja skipunum?

sem betur fer ætti ekki að reyna á þetta þar sem olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði. 

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Leggja skipunum? Stoppa flurningabílana? Hætta að hita atvinnuhús? - Næ þessu ekki.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Flutningabílstjórar eru ekki á hlut .

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 19:59

6 identicon

Strákar það er verið  að semja um óbreytta þátttöku sjómanna olíukostnaði en þeir taka nú þegar þátt í kostnaði,en af hverju lækkar ekki þátttakan ef olía lækkar í samanburði við að hann hækkar ef olían hækkar.

Og eitt enn fyrir Fannar frá Rifi  sjómenn taka ekki bara þátt í olíukostnaði þeir borga líka hluta í umbúðakostnaði. 

Jón (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:09

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Sigmar en sjómenn þurfa líka að taka á sig lægri tekjur þegar gengi hækkar eins og hefur verið síðustu ár. Þá minnkar ekki hlutur flutiningabílstjóra.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 20:15

8 identicon

Það sem skilur á milli er að við sjómenn höfum núna gríðarlega öflugann og fylgin sér leiðtoga Árna Bjarnason forseta Farmanna og fiskimannasambandsinns.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Óskar heitinn Vigfússon fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins bauð eitt sinn Kristjáni Ragnarssyni upp á að sjómenn fengju greitt samkvæmt tímakaupi. Boðinu var ekki svarað. Hvers vegna segir sig alveg sjálft.

Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 20:33

10 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Ef krónan lækkar þá hækkar hlutur Sjómanna . Ef fiskverð hækkar þá hækkar hlutur Sjómanna

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er það nú algilt Sigmar, að launin hækki ef gengi krónu fellur? Það er nú ekki svo að sjá hjá þeim sem eru að landa í verksmiðjur útgerðanna og verra á það eftir að verða spái ég.

Undirlægjuhætti sjómannaforystunnar gagnvart útgerðinni er viðbrugðið og það bara versnar, það sýnir það sem sést hefur af þessum samningi.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 20:44

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir. Óskar vissi sínu viti og datt ekki í hug að tímakaup væri betra en hlutur. Það hefur oft gerst að ekki sé fiskað fyrir hlut. Sérstaklega á vertíðarbátum fyrir um tveimur áratugum.  Ég þekki það. - Sigmar, hvað ertu að bulla. Þeir sem eru í landi halda sinum tekjum, óháð gengi en ekki sjómenn. Þeir eru nánast eins og fjárhættuspilarar. Svo er það eins og Hafsteinn bendir á að engin vissa er fyrir hækkandi launum sjómanna þótt gengi lækki. Útgerðir ráða yfirleitt verði því þær eiga bæði skip og vinnslu.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 20:48

13 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Í Tíð Óskars Heitinns var lágt fiskverð botnlaus vinna alltaf rifið og alltaf bræla nema á Sunnudögum . Þá hefði verið fínt að vera á tímakaupi

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 20:53

14 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Sum Skip landa í Gáma og önnur vinna Aflann um borð

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 21:05

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigmar. Samt sem áður greiða sjómenn olíukostnað. Hvers vegna umfram aðra launmenn?

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 21:19

16 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Það er ekki bara olíann, ef skipið er nýtt þá er það 7 prósent af laununum næstu 7 árin að mig mynnir. Stýrimaður orðaði það þannig við mig, maður er enn að borga húsaleigu. Það var algert klúður að semja um þetta á sínum tíma.

Sölvi Arnar Arnórsson, 17.12.2008 kl. 21:37

17 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

það kemur fyrir að það fiskast ekki fyrir oliu eða hlut sem kallað er þó hart sé sótt og mikilli olíu eytt . þá er ekki greiddur hlutur. enn Áhöfnin fær greidda kauptryggingu

og tekur ekki þátt í olíukostnaði

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 21:56

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

persónulega finnst mér að þetta mætti taka út sem hér er nefnd. en þá verða sjómenn og vélstjórar að vera tilbúnir að semja um aðrar breytingar einnig. það er nú frægt þegar menn kröfðust á Akureyri að halda ætti löndunarstoppi þegar skipt er um heila áhöfn á þegar í land er komið og hvorug þeirra sér um að landa aflanum.

eins og í öllum samningum þá verða menn að vera tilbúnir að gefa eitthvað til að fá annað. 

en ef menn tala um að landa ætti öllu í gáma til að auka hlut sjómanna, þá eru það mun minni verðmæta sköpun fyrir samfélagi og uppsögn á öllu starfsfólki í landvinnslu.

ég vil ekki sjá 25 togara á Íslandsmiðum sem landa öllu í gáma. 

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 21:59

19 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Eg er sammála þér Fannar . Það væri æskilegt að landa öllum afla í vinnslu á góðu verði .Það myndi skapa meiri vinnu í landi ekki veitir af núna

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 22:30

20 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Best væri að komið væri með allan afla í land og unnið líka úr afskurði og slógi. Frystitogarar eru auðvitað bruðlaðar á hráefni. En hvert verður verðið þegar útgerð á vinnslu líka? Auðvitað þarf þetta allt að fara í gegnum markað.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 22:35

21 Smámynd: Fannar frá Rifi

Allt á markaði hefur hinsvegar slæm áhrif á vinnsluna þar sem ekkert öryggi verður í að fá hráefni og gæði geta verið takmörkuð.

Af minni reynslu er ísaður fiskur, veiddur á línu bestur, allavega í saltfisk. 

ef allt væri á markaði þá væri ekkert öryggi hjá þeim sem vinna í vinnslunni og þar með líkur á að enginn verði fastráðinn.

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 22:45

22 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

það er mjög lítill olíukostnaður á stórum Bátum með Beitningarvélar stuttir túrar og gott Hráefni.

Sigmar Ægir Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 23:27

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lækkun aflahlutar vegna olíukostnaðar var keyrð í gegn fyrir meira en aldarfjórðungi, og það var, að ég hygg, aldrei dregið til baka. Þessi nýju ákvæði kjarasamninga nú geta reynzt erfið að losna við.

Jón Valur Jensson, 18.12.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband