Unga fólkið er traustsins vert

Ég ætlaði nú ekki að tjá mig um þetta mál en geri það nú. Eftir því sem ég les meira um þetta finnst mér Reynir hafa sýnt hroka í garð ungs blaðamanns. Mér er nokk sama um álit hans og orð um eigendur blaðs og prentsmiðju. Hroki hans gagnvart Jóni Bjarka er verri. Það að ungur blaðamaður hafi metnað fyrir að skrifa á ekki að vera honum til tjóns. Ég hef sjálfur þurft að ritstýra á mínum ferli í 30 ár í blaða- og fréttamennsku. Allt það unga fólk sem ég hef unnið með hefur verið traustsins vert og haft ýmislegt fram að færa. Ég er viss um að svo var líka með þennan unga mann. Reynir! Við verðum að muna að það er margt sem kemur fram hjá yngra fólki sem við áttum okkur ekki á.
mbl.is Reynir biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Enda var Reynir upp á sitt besta, þegar hann var ungur......síðan hefur honum hrakað, aðallega vegna hroka og mikilmennsku, hélt sjálfur að hann væri orðin einn af stóru köllunum

Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Reynir er búin að vera eins og flestir sem lítillækka sína starfsmenn, hvað þá ef það er gert með lygi.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var nú að vona að karlinn næði nú að snúa ofan af þessu vitlega.

Það er borin von, í kvöld tók ég moggann aftur í sátt, á morgun fer DV út.

Steingrímur Helgason, 17.12.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er einmitt málið Haraldur. Þetta sem hann sagði um húsbændur sína, hefur verið kvittur lengi, en að traðka svona á stráknum eins og hann gerði í yfirlýsingunni áður en upptakan var spiluð, er með því lúalegra sem ég hef séð á prenti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband