Sleggjan í stjórn

Kristinn H. Gunnarson er greinilega á leið í Samfylkinguna enda Össur búinn að bjóða hann velkominn þangað. Kiddi sleggja greiðir atkvæði með stjórninni þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Þetta sýnir betur en margt annað hversu aum stjórnarandstaðan er þrátt fyrir klúður stjórnarinnar. Það þarf að skipta um fólk allsstaðar, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu.
mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Ég stend við orð mín frá því fyrir kosningar sem ég sagði bæði við Robert Marshall og Atla Gíslason þegar verið var að koma á vinnustaði.

Margur góður maður og kona hafa gefið kost á sér til þingsetu. En þegar stóllinn er komin þá er sami rassinn undir öllu þessu liði og fyrst og fremst hugsað um sjálfan sig........

Runólfur Jónatan Hauksson, 24.11.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég eins og mér gafst kostur á fundinn og mér fannst hún koma af krafti á meðan maður skynjaði að margur stjórnarliðinn greiddi atkvæði með lífi stjórnarinnar með óbragði í munni.  Helstu rök stjórnarliða voru að það væru að koma jól, og að Framsóknarflokkurinn bæri ábyrgð á ástandinu og síðan að stjórnin væri í björgunaraðgerðum en staðreyndir segja okkur að stöðugt hafi sigið á ógæfuhliðina síðan stjórnin tók við. 

Það er nú nokkuð síðan ég fór að hætta að reikna með KHG í stjórnarandstöðu.  Hann er nú einu sinni þannig gerður að hann vill helst skapa sér sérstöðu með því að vera á móti formanni síns flokks. 

Sigurjón Þórðarson, 24.11.2008 kl. 20:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég fylgdist með eins og mér gafst kostur á. Mér fannst stjórnarandstaðan  koma fram af krafti á meðan maður skynjaði að margur stjórnarliðinn greiddi atkvæði með lífi stjórnarinnar með óbragði í munni.  Helstu rök stjórnarliða voru að það væru að koma jól, og að Framsóknarflokkurinn bæri ábyrgð á ástandinu og síðan að stjórnin væri í björgunaraðgerðum en staðreyndir segja okkur að stöðugt hafi sigið á ógæfuhliðina síðan stjórnin tók við. 

Það er nú nokkuð síðan ég fór að hætta að reikna með KHG í stjórnarandstöðu.  Hann er nú einu sinni þannig gerður að hann vill helst skapa sér sérstöðu með því að vera á móti formanni síns flokks. 

Sigurjón Þórðarson, 24.11.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband