Lánskjaravísitala er eignamönnum í hag

Þessi greiðslujöfnun er bara plástur á sárin. Það kemur til með að svíða mikið undan þegar plásturinn er tekinn. Hvernig væri að skoða aðeins hvernig lánskjaravísitala er byggð upp? Hver er grunnurinn fyrir henni? Hef grun um að hann sé eignamönnum í hag en ekki skuldurum. - Eða er einhver á annarri skoðun?
mbl.is Greiðslujöfnun líklegt til að þyngja greiðslubyrði síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er engin lausn

Hólmdís Hjartardóttir, 24.11.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Hér er einhver misskylningur á ferð. Lánskjaravísitala kemur þessu máli ekkert við. Verðbætur á lán ráðast af þróun neysluverðsvísitölu en sú vísitala mælir verðbólguna í landinu. Vísitalan er byggð á verðþróun þeirra vara og þjónustu sem heimili landsins nýta sér - allt byggt á viðamiklum og vönduðum könnunum sem Hagstofan vinnur. Breytist neyslumynstrið, þá breytist grunnurinn og breytist verð þess sem í grunninum er, þá breytist vísitalan.

Hér er engin svikamylla á ferð, heldur aðferðafræði til að tryggja þeim sem lána 1000 kr að viðkomandi fái 1000 kr til baka auk þeirra vaxta sem um er samið.

Allir sem vilja geta og hafa getað fengið lán án vísitölutengingar. Vextir slíkra lána eru um þessar mundir rúm 20%. Þeir sem berjast gegn vísitölunni eru í raun að berjast fyrir slíkum vaxtakjörum.

Hrannar Björn Arnarsson, 24.11.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hrannar þetta er engin misskilningur. Grunnurinn fyrir lánskjarvísitölunni er einfaldlega rangur. Hann mælir ekki það sem raunin er. Þú nefnir vextina og að fólk geti fengið lán án lánskjaravísitölu. Þessir vextir sem þú nefnir eru byggðir upp á sömu rugluðu lánskjaravísitölunni. Af hverju ekki launavísitölu? Málið er einfaldlega það að íhaldið hefur alla tíð varið lánskjaravísitölu. Ég lenti í því að vera ný búinn að kaupa íbúð þegar Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson ákváðu árið 1983 að klippa á launavísitölu en láta lánskjaravísitölu í 100% verðbólgu. Þetta núna er hlægilegt. Ég fékk ekki greiðslujöfnun þá vegna þess að ég var með allt í skilum. Lánskjaravísitala mælir bara kostnaðarhækkanir en ekki verðmæti. Þetta er eitthvað sem þú Hrannar minn veist ekki af og er að gerast aftur núna. - Burt með lánskjaravísitöluna!

Haraldur Bjarnason, 24.11.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband