Hlustum á Færeyinga

Bræður okkar og systur í Færeyjum tala af reynslu þegar að krepputali kemur. Það sem Hermann Oskarsson hagstofustjóri Færeyinga segir í þessari frétt er athyglisvert: Í öðru lagi nefnir Hermann alvarleg mistök sem Færeyingar gerðu og varar Íslendinga mjög við: „Við hugsuðum ekki nógu mikið um fólkið í landinu heldur var áherslan lögð á að bjarga fjármagni og fyrirtækjum. Það varð til þess að fólk flutti úr landi í stórum stíl en þið verðið að koma í veg fyrir slíkt, því ef svo margir flytja í burtu verður skellur þjóðarbúsins miklu verri en ella.“ Munum að peningahyggja og græðgi eru ekki það sem skiptir máli. Burt með spillingu og ofurlaunahugmyndir sem byggðar eru á sandi. - Hlustum á aðra sem lent hafa í þessari reynslu. - Takk Færeyingar
mbl.is „Sársaukafullt og tímafrekt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÍNLANDIÐ

Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands hins góða. Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt! Leifur Heppni var ekki áttavilltur. Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Þarna er mestur fjöldi íslenskra afkomenda,sem er okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Og þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

Nonni (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur....það verður að hamra á þessu.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.11.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrirtækjunum verðir að bjarga eins og kostur er í því samhengi að þau skapi fólkinu tekjur.  Ekki geta allir verið í forsjá hins opinbera til þess þurfum við að fara sömu leið og Cuba.  En því miður eigum við engan Castro, frekar en Færeyingar í sinni kreppu, nema við lokkum Davíð út úr svarta kassanum.

Magnús Sigurðsson, 15.11.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi hvað er fyrirtæki án fólks? Fólk er fyrirtæki. Björgun fyrirtækja þarf að felast í því að þau geti gengið en ekki því að einhverjir gaurar séu á ofurlaunum. Það er það sem hefur verið hér. ofurlaunagæjar með mikla "ábyrgð" og svo fer allt til fjandans. Almenningur situr eftir, atvinnulaus og þarf þar að auki að borga fyrir sukk þeirra. Þetta er óheft frjálshyggja í hnotskurn.

Haraldur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 16:29

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já svona fer þegar maður hefur ekki sinn eigin gjaldmiðil. Þá taka kreppurnar einmitt svona langann tíma eins og í Færeyjum - 20 ár. Það sama hefur verið í gangi í sjálfri Danmörku frá 1982-1999 og víðar í ESB. En Færeyjar eru með danskar krónur sem eru límdar fastar við gengi evru. Þetta ætti að vera öllum evrusinnum víti til varnaðar. Þetta er augljóst mál.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2008 kl. 17:16

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Við erum sammála Halli með að fólk er fyrirtæki og fyrirtæki er fólk.  Ég vil ekki setja öll fyrirtæki undir sama hatt og bankana, eignarhaldsfélög og útrásarfyrirtækin sem nú eru að hrynja.  Sem betur fer eru til fyrirtæki sem byggja á fólki og eru með stjórnendur em skilja Það.  En það hefur ekki farið eins mikið fyrir þeim í umræðunni kannski vegna þess að þau hafa ekki átt fjölmiðla til að halda eigin ágæti á lofti?

Magnús Sigurðsson, 15.11.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband