Búin að skoða fjölmiðlana

Nú er Solla greinilega búin að skoða alla fjölmiðla og þá umfjöllun sem fór fram meðan hún var á sjúkrahúsi í Ameríku. Auðvitað er þetta hárrétt sem hún segir. Í Kastljósviðtalinu fræga talaði Davíð eins og stjórnmálamaður. Hann hefur aldrei gert sér grein fyrir að hann er embættismaður. 


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þarf borgarastyrjöld til að maðurinn verði fjarlægður af strandstað?

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Ingvar

ISG er alltaf jafn óheppin í viðtölum og ræðum. Hún virðist vera í eign heimi og allt sem illa fer er öðrum að kenna. Staðreynd málsins er að Darling fjármálaráðherra var búinn að tala við Björgvin G Sig og Árna Matt um málið. Björvin G Sig  laug að Darling og Árni sagði það sama og Davíða sagði.  Davíð sagði satt.  Íslendingar ætla ekki að greiða gjalþrot fjáglæframanna í útlöndum, en myndum greiða ábyrgiðr  samkvæmt lögum og reglum.

  Vill ISG að við greiðum gjalþrot Sterling, skuldir Baugs, skuldir Stoða, skuldir Nyhedavisen  osfv.

IHG 

IHG 

Ingvar, 1.11.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ingvar. Varnir þínar fyrir Davíð eru máttlausar. Það eru allir búnir að sjá klúður hans nema kannski þú og kjölturakkinn Hannes Hólmsteinn.

Haraldur Bjarnason, 1.11.2008 kl. 17:36

4 identicon

Það ætti að láta Davíð og seðlabankastjórnina fara.  Það er nauðsynlegt að friður og sátt ríki um hana.

Það er samt grátlegt að á þessum válegu tímum einbeita íslendingar sér að aukaatriðunum í þessu máli.  Það sem mér finnst verra er að þessi læti í kringum persónuna Davíð, Bretanna  virðist taka alla athyglina frá því sem er aðalmálið. 

1) Við erum með gríðarlegan viðskiptahalla 130-140 miljarða að minnsta kosti.  Hér þarf að bretta upp ermar og skera illilega niður.  Við erum með yfir 20% halla á ríkisútgjöldunum þetta grefur undan tiltrú okkar alþjóðlega.  Þetta slagar hátt upp í lán IMF.  Þetta mun grafa undan tiltrú okkar á gjaldmiðlinum og fella krónuna og orsaka óðaverðbólgu.  Hér þarf að bretta upp ermar og það verður geysilega sársaukafullt en nauðsynlegt.  Þetta er ekki einu sinni í umræðunni.  Hér þarf að velja hverju á að halda og hvað þarf að synda.  Lækka laun opinberra starfsmanna yfir ákv. launaþrepi. Standa vörð um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og menntun.  Það er samt svigrúm til sparnaðar.  Fullfrískt fólk sem er búið að álpast út í skuldir verður væntanlega að synda sjálft.  Því fyrr sem fólki er sagt þetta því betra.

2) Vaxtahækkunin margumrædda var ákveðin með samningum frá IMF.  Þetta var ekki neitt sem DO eða Seðlabankinn fann upp á.   Þrátt það sé erfitt fyrir "litla" og "hrædda2 Samfylkingarmenn að viðurkenna það.  Það er gríðarlega mikilvægt að hafa vexti hærri en verðbólgu og hindra algjöran fjármagnsflótta frá landinu en verður geysilega erfið fyrir grunnatvinnuvegina að standast þetta.

3) Það skiptir ekki máli hver mun sitja við stjórnvölinn á þjóðarskútunni, Samfylkingin, Vinstri grænir, Framsóknarmenn eða Sjálfstæðismenn.

Leiðin er mörkuð.  Við sitjum eftir með krónuna sem nýtur einskis trausts og við þurfum sjálf að byggja upp traust á henni með aðhaldsaðgerðum ef við gugnum á því verður okkur refsað með að hún sekkur dýpra og dýpra. 

Þessar aðgerðir eru bráðnauðsynlegar og þurfa að fara að gerast strax.  Skiptir hér engu máli hvort við stefnum á Evruaðild og vonumst eftir myntbandalagsaðild eður ei.  Allir gera ráð fyrir því að þar verður okkur tekið fagnandi en það er ég ekki svo viss um.  Skilyrði myntbandalagsins eru að halli á ríkissjóði má vera max 3% af vergri þjóðarframleiðslu og að heildarskuldir ríkisins nemi að hámarki 60% af vergri þjóðarframleiðslu en er spáð 100% af vergri þjóðarframleiðslu í árslok 2009.

Þegar við erum komin í gegnum þennan storm mættu margir taka pokann sinn Davíð Oddson og aðrir í SB, Jón Sigurðsson og forysta FME, Ólafur Ragnar Grímsson, og forystumenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 
Fjölmiðlar hafa hér forheimskað fólk og hafa setið í vasanum á hagsmunaaðilum.  Það væri mátulegt að mest part af þessu fjölmiðlafólki missti hér vinnuna.  Við þurfum nýja vandaða fjölmiðla sem eru gagnrýnir.

Gunn (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband