Réttur andi á Grundartanga

 Þetta er gott framtak hjá Norðurálsmönnum og sýnir að forsvarsmenn fyrirtækisins kunna að meta starfsfólk sitt og vita að án þess verður enginn hagnaður. Ég man eftir samskonar dæmi hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga rétt upp úr 1980 þegar fyrst varð hagnaður af rekstri verksmiðjunnar. Þá fengu allir starfsmenn auka mánaðarlaun. Það er greinilega réttur andi ríkjandi á Grundartanga.

P1010015 Frá Grundartanga, járnblendiverksmiðjan nær.


mbl.is Starfsmenn Norðuráls fá auka mánaðarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Því miður Halli er þetta alltof sjaldgæft. Væru ekki mörg fyrirtæki bara betur stödd ef svona væri gert á fleir stöðum.

Grétar Rögnvarsson, 17.10.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þeim héldist örugglega betur á mannskap og hefðu ánægðari starfsmenn. Ég veit til dæmis að mannaskipti hafa ekki verið tíð í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Ég þekki nokkra þar á okkar aldri, Grétar, sem unnið hafa þar allt frá því verksmiðjan tók til starfa fyrir um 30 árum.

Haraldur Bjarnason, 17.10.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Húrra fyrir Norðuráli!

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 17.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband