Af hverju er Össur hissa?

Átta mig ekki alveg á því af hverju Össur er hissa. Landeigendur hafa, allt frá því á fyrstu áratugum, síðustu aldar, virkjað vatnsafl á sínum jörðum og enginn haft neitt nema gott um það að segja. Af hverju ættu þeir þá ekki að mega virkja jarðvarmann? - Nú orðið selja margir landeigendur orku inn á landskerfið og þykir sjálfsagt. - Af hverju á Landsvirkjun að hafa meiri rétt en landeigandi? - Af þessu er svipuð skítalykt og er af þjólendukröfum ríkisins, sem flestar eru langt utan þess sem réttlátt og eðlilegt getur talist. - Það er eins og ráðamenn leggist á eitt um að sameinast um yfirgang.
mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hver á fiskinn í sjónum? Hver á jarðvarmann?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband