Hrein og klár vöruskipti

Þetta eru auðvitað bara hrein og klár vöruskipti. Samskonar og stunduð voru í árhundruð hér á landi þegar bændur og sjómenn lögðu inn afurðir sínar og fengu ýmsan varning í staðinn. Það kallast á íslensku að versla. Jafnvel íslenska ríkið stundaði svona verslun aðallega við Rússa. Síldin fór til þeirra en í staðinn fengum við olíu og moskvitsbíla. Enda sáu Kanar ekki ástæðu til að ákæru á lögfræðinginn þótt siðanefnd lögmannafélagsins hafi þótt ástæða til aðgerða.
mbl.is Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

en heitir það ekki að greitt í blíðu?

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur: fyrir þrjátíu árum eða svo var ég starfmaður hjá verktaka, og við grófum allt í kringum skemmtistað hér í borginni, þegar reikningurinn var svo sendur kom bobb í bátinn, eigandi skemmtistaðarins vildi nefnilega að verktakinn tæki greiðsluna út á barnum hjá honum.  

Magnús Jónsson, 21.9.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að vera að greiða í blíðu.........

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magnús, þetta sem þú nefnir er alþekkt. Ég man eftir tónlistarmanni sem spilaði einu sinni á bar upp á þessi skipti. Hann spilaði þar mun lengur en til stóð í upphafi, enda með opinn reikning á barnum. ...Hólmdís, ég er ekki viss um að það séu réttu orðin yfir þetta.  

Haraldur Bjarnason, 21.9.2008 kl. 14:17

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

........einhvern tímann hét þetta að fá borgað í blíðu...

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 14:23

6 identicon

Dettur engum í hug að þetta er verslun með lifandi fólk.  Afhverju ætti þessi "ágæti" lögfræðingur ekki að fara venjulega innheimtuleið með reikninginn.  Mundi hann t.d. óska eftir að karlmaður sem getur ekki greitt reikninginn sveifli sér á súlu fyrir hann og káfi á honum í þokkabót.

Jónína (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jónína afhverju segirðu að þetta sé verslun með lifandi fólk? - Af fréttinni að dæma vann konan við þetta að strippa og lögfræðingurinn við að flytja mál hennar. Þau skipta bara en málið snerist um að lögfræðingurnn fór eitthvað að káfa en hún ekki á honum. Verslun þýðir vöruskipti. Sé engan mun á að strippari láti sína vinnu í stað lögfræðisþjónustu og að sjómaður skipti við lögfræðing á lögfræðiaðstoð og fiski. 

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 19:45

8 identicon

Þú meinar að það sé í lagi á meðan lögfræðingurinn káfar ekki á sjómanninum

Jónína (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband