Ætli hún sé úr Pollinum?

Fljótt á litið má nú ætla að þetta sé ein þeirra fjögurra andarnefja sem verið hafa í Pollinum að undanförnu. Ólíklegt finnst mér þó að eitt ræfilslegt legufæri hafi orðið svo stórri skepnu og andarnefju að aldurtila. Ef svo er hins vegar hljóta að sjást ummerki eftir það á dýrinu.´Ætli að það hafi ekki bara slest upp á vinskapinn, ein lent í einelti og látið sig hverfa. Einelti er algengt víða í dýraríkinu. Til dæmis hjá íslensku landnámshænunni. Þar sem frumskógalögmálið gildir lifa þeir sterkustu.

 Andarnefjur Andarnefjur_4 Andarnefjur_3 

Andarnefjur að leik í Pollinum


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það á að rannsaka þetta sem morðmál

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Tek það fram að ég er saklaus. Allir aðrir grunaðir.

Hallmundur Kristinsson, 21.9.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eða eins og löggan segir Hallmundur: "Hann hefur stöðu grunaðs manns", lýsi sakleysi mínul íka enda ekkert gert nema taka myndir af kvekendunum úr talsverðri fjarlægð. Aldrei lagt út bauju á Pollinn.

Haraldur Bjarnason, 21.9.2008 kl. 16:44

4 identicon

Greyið var víst búið að vefja reipinu sem hékk neðan úr baujunni nokkra hringi utan um sig og gat svo ekki losað sig. Það fóru menn og kafarar að reyna að bjarga nefjunni, en vegna veðurs og myrkurs þurftu þeir að draga sig í hlé. Morguninn eftir fóru menn aftur af stað að bjarga dýrinu, en þá var það horfið, hefur líklega synt út með firðinum og drepist þar.

Hugrún (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er þá upplýst að þetta var sjálfsmorð......mig grunaði Hallmund sterklega

Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Á mynd sem birtist á visir.is sjást lefugærin úr Pollinum rækilega vafin um sporðin á dýrinu. Þessi snæri hafa því greinilega orðið því að aldurtila. http://www.visir.is/article/20080922/FRETTIR01/251962225

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur..................lefugærin ?  hvað er nú það?   Og ertu viss um að Hallmundur hafi ekki komið þessu fyrir?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Smá stafabrengl, það er svona þegar maður les ekki yfir. Auðvitað: legufærin. Já nema hann hafi komið þessum snærum fyrir. Ég held að þetta flokkist undir umferðarslys.

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 10:06

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Málið telst upplýst. 

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...og nú er búið að fjarlægja allar baujurnar, sem voru þarna.

Haraldur Bjarnason, 22.9.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband