Það þarf að taka til hjá Hafró
21.8.2008 | 22:04
Er þetta ekki bara ósköp einfalt? Þorskurinn sem Hafró hefur undarfarin ár haldið fram að væri ekki til er að éta upp rækjuna, sem heldur átti ekki að vera til. - Tekur virkilega einhver mark á þessum "vísindum" lengur? Þar virðist ekki gert ráð fyrir lífríki sjávar, einfaldlega hvert kvikindi fyrir sig skoðað og ekkert samhengi þar á milli. Togararall á sömu slóð með sömu skipum ár eftir ár og út frá því er verið að meta stærð þorksstofnsins. Rækjan, þorskurinn og önnur sjávardýr passa einfaldlega ekki inn í reiknilíkön Hafró. Er einhvers staðar í þessum reiknilíkönum gert ráð fyrir skötusel og makríl sem nú hafa veiðst í stórum stíl við Ísland? - Nei, það er fyrir löngu kominn tími til að taka til hjá Hafró og endurskoða allar aðferðir. Búið er að benda þessu liði á breytingar í lífríkinu í mörg ár og hlýnandi sjó. Það þarf að taka til hjá Hafró ef einhver ætlar að taka mark á þessari stofnun.
Stofnvísitala rækju svipuð og í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll nafni.
Tek undir með þér að vinnubrögð og vísindamennska hefur ekki verið á háu stigi undanfarna áratugi hjá Hafró, fyrir mér hefur þessi stofnun og þeir sem vinna þar vera meira líkir mönnum sem haga gjörðum sínum og athöfnum til þess eins að lúta og hlýða ríkandi valdi. Þrælsótti.
haraldurhar, 21.8.2008 kl. 22:23
Sæll
Vel mælt hjá þér. Það var sama hvar við dýfðum niður krók síðastliðinn vetur til að fá ýsu sem átti aðvera nóg af, að allstaðar var þorskur.
Sigurbrandur Jakobsson, 21.8.2008 kl. 22:44
Mér er nær að halda að húsgögnin á Hafró séu ekki einu sinni nothæf, svo djöfullegt er það.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.8.2008 kl. 01:14
Þetta er alveg laukrétt hjá þér Halli. Við sjómenn bentum á þetta fyrir mörgum árum. Þegar þorskveiði var léleg á árunum 1986-7 var allt yfirfullt að rækju. Síðan tók þorskstofninn við sér og rækjan minkaði hratt og örugglega sem aftur leiddi til þess að grálúðan í Norðurkantinum hvarf alveg (ekki veiðst grálúða þar í 20 ár) en hún lifir aðallega á rækju. Þetta eru vísindi fiskimannsins en eins og alþjóð veit eru þau ekki á vetur setjandi.
Víðir Benediktsson, 22.8.2008 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.