Tengsl, svolítið langsótt, en þó.
10.7.2008 | 21:15
Helsti hryðjuverkamaður heims undirritaði í dag lög sem víkka enn frekar út heimildir leyniþjónustumanna í landi frelsisins til að hefta tjáskipti fólks. Þetta er allt gert í nafni þess að vernda þjóð hans fyrir hryðjuverkum. Hræsnin verður aldrei skafin af þeim þarna westra. Hún er ótrúleg. Þótt það sé kannski borin von að eitthvað lagist þá ætla ég rétt að vona að hinn Kenýaættaði Obama afnemi þessi lög og öll þau haftalög um ferðafrelsi sem frjálshyggjugaurinn bússsss hefur innleitt. Svo framarlega að kanar beri gæfu til að kjósa þokkalega skynsaman mann til valda.
Þeir eru samlandar, nánast, Obama og Ramses, sem vísað var hér úr landi af starfsmönnum Björns dáta, sem jú er sonur þess sem stóð fyrir stórfelldum símhlerunum hér á landi á kaldastríðsárunum, sorrý, en allir mínir íhaldsættingjar á þeim árum dáðu Bjarna Ben.....held þeir hafi ekki vitað af þessu!!! - Þetta eru tengsl, svolítið langsótt, en þó.
Bush undirritar hlerunarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
... hlera til að vernda frelsi. - Öllu má nafn gefa! Við hinir köllum þetta sjúklegt ofsóknaræði, einræðistilburði og verulega skerðingu á mannréttindum og persónufrelsi.
Haukur Nikulásson, 10.7.2008 kl. 23:02
Að kalla lýðræðislega kjörinn forseta Bandaríkjanna, Georgs W. Bush, hryðjuverkamann finnst mér allt of langt gengið og eiginlega rakinn dónaskapur gagnvart Bandaríkjamönnum. Þótt fólk sé ósammála stefnu Bandaríkjanna og þoli Bush ekki sem persónu er þetta hreinlega óviðeigandi orðbragð.
Að bendla Björn Bjarnason beint við brottvísun Ramses - sem var ákvörðun sem ég var ósammála - er líka ósanngjarnt, þar sem Björn kom hvergi nálægt þeirri ákvörðun.
Ég held að allir, sem eitthvað hafa kynnt sér málið, viti að embættismenn Útlendingastofnunar voru einungis að vinna sína vinnu samkvæmt íslenskum lögum og þeim alþjóðlegum skuldbindingum, sem við erum aðilar að. Embættismennirnir nýttu sér reyndar ekki þann möguleika að veita Ramses hæli af mannúðlegum ástæðum, sem ég persónulega hefði sennilega gert. Um slíkt er þó erfitt að dæma nema hafa öll gögn málsins undir höndum og eftir að hafa skoðað þau gögn vel og eftir að hafa kynnt sér vel aðstæður í Kenýa o.s.frv.
Hverjir erum við að fullyrða að slík skoðun hafi ekki verið framkvæmd af mikilli nákvæmni. Ég tel allar fullyrðingar í þá átt að hér hafi verið um einhverskonar valdníðslu að ræða af hálfu starfsmann Útlendingastofnunar vera algjörlega út í hött.
Ég geri einmitt ráð fyrir að embættismenn dómsmálaráðuneytisins séu núna að fara af nákvæmni og sanngirni yfir öll þau gögn og upplýsingar er málið varða til þess að taka málefnalega ákvörðun. Auk þessa verður auðvitað að huga að því, að slíkar stjórnsýsluákvarðanir skapa ákveðið fordæmi.
Þetta er að mínu mati mjög flókið og erfitt mál sá maður ekki öfundsverður, sem þarf að taka í því ákvörðun.
Að tengja Björn við einhverjar gjörðir föður hans, sem gerðar voru undir allt öðrum kringumstæðum í Kalda stríðinu fyrir 40-50 árum síðan, er einnig mjög ósmekklegt og eiginlega mikið meira en ósmekklegt. Síminn var einmitt hleraður hjá sárasaklausum afa mínum og ömmu, sjálfstæðisfólkinu Jens Hallgrímssyni og Sigríði Ólafsdóttur. Ekki er ég með slíkar upphrópanir, þótt ég hefði talið skynsamlegra af Birni að vera ekki með yfirlýsingar í málinu vegna þess að um föður hans var að ræða.
Mér finnst að fólk verði að vanda sig þegar það er að blogga, jafnvel þó það hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum. Björn Bjarnason hefur tekið óvinsælar ákvarðanir um ævina og mér sýnist hann hafa staðið við þær í gegnum tíðina - það verður ekki af honum tekið. Við sumar þessara ákvarðana set ég og hef sett spurningamerki, en við skulum ekki kenna honum um hluti, sem hann kom ekkert nálægt.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.7.2008 kl. 23:18
Talandi um langsótt tengsl og fyrst þú minntist á Bjarna Ben, þá var það einmitt á þessum degi (10. júlí) árið 1970, sem Bjarni heitinn ásamt konu sinni og barnabarni lét lífið í eldsvoða í sumarhúsi á Þingvöllum.
Ég tek undir gagnrýni þína á áðurnefnda njósnaþráhyggju, sjálfur er ég harður andstæðingur slíks, en af virðingu við hina látnu ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það í þessu samhengi.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2008 kl. 23:42
Guðbjörn! Ég vil nú leyfa mér að efast um að George W Bush hafi raunverulega verið lýðræðislega kjörinn forseti. Í fyrstu korsningunum var um klár kosningasvik að ræða. Í seinni kosningunum voru svo margir hlutir sem hægt var að gera athugasemdir við að manni blöskraði. Grínistinn Jay Leno gerði grín af þessu einu sinni eftir seinni kosningarnar þegar hann las út pistli frá Iowa. Þar voru 430 manns skráðir til kosninga í einni sýslunni. Þar fékk GWB 530 athkvæði en mótherji hans um 150. Skrítið og þetta var allt upp úr tölvustýrðum kjörkössum. Sem betur fer eru flestir Bandaríkjamenn núna búnir að átta sig á því hverskonar úlfur hann er í sauðagæru. Nú eru Bandaríkin orðin lögregluríki og það undarlega er að borgararnir átta sig fæstir á því. Þeir sem gera það eru mjög óhressir með það. Ég fullyrði að þegar tvíburaturnarnir voru að hrynja þá skáluðu allir herforingjar í Bandaríkjunum í kampavíni og einnig þeir sem áttu þau fjölmörgu fyrirtæki sem sjá um að framleiða vopn. Þetta var akkúrat sú átylla sem þeir þurftu til að ná almennilegum völdum í landinu og að fá almennilegar fjárveitingar. Búsh sjálfur grjótféll fyrir þessu enda ekki maður með mikla vitsmuni. Einn prófessor í stjórnmálafræði heldur því fram að raunverulegt virkt lýðræði sé ekki í nema örfáum löndum í heiminum. Þar fara norðurlöndin í fararbroddi. Ekki er hægt að tala um raunverulegt lýðræði nokkurs staðar í Afríku eða austur Evrópu svo dæmi sé tekið. Það sem maður sér að er að gerast í Bandaríkjunum er að hin almenni borgari er smám saman að missa öll almenn völd og frelsi. Allt tal um friðhelgi einkalífsins er út um gluggann. Almennur borgari hefur ekkert frelsi lengur. Ef grunur liggur á því að hann aðhafist eitthvað undarlegt þá er hann umsvifalaust hnepptur í varðhald í óákveðin tíma. Þetta er farið að hljóma og virka ótrúlega líkt svæsnasta kommúnima. Venjulegur Bandaríkjamaður áttar sig ekki á þessu fyrr en skellur í tönnum og þá er það of seint. Ég á marga vini þarna enda bjó ég þarna í 8 ár og flestir halda því fram að þetta sé svona alls staðar annars staðar í heiminum, það er ákveðin fyrring til að sætta sig við ástandið. Þeir átta sig ekki á því lengur hvað það er að vera frjáls borgari. ---Sorglegt!!!--- Því miður stefnir stríðsbjörn leynt og ljóst að þessu hér á Íslandi. Bandaríkin eru að sjálfsögðu hans fyrirmynd. Þess vegna segi ég BB er hættulegasti einstaklingur sem Ísland hefur alið í langan tíma.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 08:36
Ég tek undir þessa færslu, vel skrifuð og varpar hún góðu ljósi á myrkraverk Búsks og hinna strengjabrúðanna. Hann fékk ekki þessi lög samþykt í fyrra og væntanlega er búið að borga nógu mörgum á þingi USA til að það verði skrifað undir í dag, sorglegt það. Ég vill endilega fræða hann Guðbjörn Guðbjörnsson sem byrjar athugasemd sína hér að ofan :
,,Að kalla lýðræðislega kjörinn forseta Bandaríkjanna, Georgs W. Bush, hryðjuverkamann finnst mér allt of langt gengið og eiginlega rakinn dónaskapur gagnvart Bandaríkjamönnum. Þótt fólk sé ósammála stefnu Bandaríkjanna og þoli Bush ekki sem persónu er þetta hreinlega óviðeigandi orðbragð."
Endilega kynntu þér vinnuna sem www.blackboxvoting.org hafa unnið og flétt ofan af ábyrgðarleysi og spyllingu seinustu kosningar í USA 2004. Þau hafa tekið kosningavélarnar sem voru notaðar og fundið að það er hægt að hakka þær með innrauðu ljósi (á t.d. farsímum) , módeminu sem er í þeim, serial interface sem hægt er að komast í og auk þess að lás sem á að læsa mynniskort (sem er í raun stafræni kjörseðlakassinn) er léilegri en á t.d. reiðhjólalásum. Endilega skoðaðu næsta videó þ.s. þau fylgjast með einnni kosningaskrifstofu og "opinberu" starfsmennina að verkum.
http://www.brasschecktv.com/page/364.html
Ef þetta er ekki nóg til að sannfæra þig um að Bush yngri hafi verið valinn af fámennum peningamönnum í stað þess að hafa verið lýðræðislega kjörinn, þá endilega skoðaðu bloggið mitt og Skorrdals og Gullvagnsins og Agnyar og Gammons en þar eru að finna mikið af þáttum og heimildum sem greina valdníðinga nútímans til mergjar.
Kær kveðja og lifi byltingin!
Alli
Alfreð Símonarson, 11.7.2008 kl. 12:43
Takk fyrir athugasemdirnar. Tek undir þær að mestu nema er ekki sammála Guðbirni. Auðvitað ber dómsmálaráðherra ábyrgð á gjörðum útlendingastofnunar. Stríðsrekstur á mannréttindabrot Bandaíkjamanna í stjórnartíð Bush er ekkert annað en hryðjuverk.
Haraldur Bjarnason, 11.7.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.