Frumvinnslugreinar í vanda en byrlega blæs í álinu

Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir hve víða hækkað eldsneytisverð hefur áhrif. Það er ekki nóg fyrir stjórnvöld að hvetja þá sem selja almenningi varning til að halda verðlagi niðri. Þar breytir engu hvort það eru matvörur eða annað. Þetta hefur gífurleg áhrif í frumframleiðslunni, bæði landbúnaði og sjávarútvegi.

Áhrifin eru ekki eins afgerandi í stóriðjunni. Þar hækkar afurðaverð eins og í sjávarútvegi vegna fallandi krónu. En kostnaðurinn er ekki að aukast að sama skapi og í sjávarútvegi. Álverð er hátt á heimsmarkaði. Rafmagnið til stóriðjunnar er hins vegar ekki að hækka, það er ekki tengt eldsneytisverði og því eykst munurinn álverunum í hag. Launakostnaðurinn verður líka lægra hlutfall af heildinni með lækkandi krónu. Að vísu hækkar rafmagnsverð til álvera eitthvað í takt við hækkandi álverð en það ætti ekki að íþyngja þeim en heldur fleiri krónur koma á móti hækkandi skuldum Landsvirkjunnar.

Hefðbundnu undirstöðuatvinnugreinar okkar eru því í vanda en byrlega blæs hjá þriðju undirstöðunni og þeirri sem vegur sífellt þyngra í útflutningi okkar.


mbl.is Verðhækkanir koma hart niður á bændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband