Auðvitað eru Skagamenn uppfullir manngæsku

Auðvitað er þetta upphlaup, sem orðið hefur út af þessu hið furðulegasta mál. Ég þekki Skagamenn ekki af neinu öðru en mannsgæsku, enda einn úr þeirra hópi. Það er undarlegt hvað ýmsir "snillingar" í þessu þjóðfélagi hafa látið frá sér um þetta mál.
mbl.is Fjölmenni á fundi um flóttafólk á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta hefur verið mjög leiðinleg umræða fyrir Skagamenn. Það þarf ekki nema einn eða tvo svarta sauði til að koma óorði á allan hópinn. Þú getur spurt Pólverja og Litháa að því......

Hólmdís Hjartardóttir, 26.5.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefur verið alveg hundleiðinlegt að sitja undir þessari neikvæðu umræðu um Skagamenn og ég tek undir með Hólmdísi, það þarf ekki nema örfáa einstaklinga til að koma óorði á heilu þjóðirnar, það hefur mannkynssagan kennt okkur.

Skagamenn eru öðlingar upp til hópa miðað við mína reynslu af þeim

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ætli mann og dómaravinurinn Guðjón Þórðarson hafi mætt? Annálað ljúmenni sem ekkert aumt má sjá.

Víðir Benediktsson, 27.5.2008 kl. 13:51

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo vel þekki ég jafnaldra minn og skólabróður Guðjón að ég veit að hann er mannvinur og má ekkert aumt sjá, Víðir. Ég er alveg viss um að hann hefur sitt hvað fyrir sér um þetta leynimakk dómaranna og þegar upp er staðið getum við því sagt hann dómaravin líka. Gaui er hins vegar mikill skapmaður og það ásamt fagmennsku hefur skilað góðum árangri í fótboltanum. Maður sem getur gert bæði KA og KR að Íslandsmeisturum er snillingur á sínu sviði. Þessi gagnrýni Guðjóns á dómarana hefur hins vegar ekkert með ómaklega umfjöllun um flóttamannamálið að gera.

Haraldur Bjarnason, 27.5.2008 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband