Viðbragðsaðilar bjarga aðilum

Það er alveg ótrúlegt hvað þetta hvimleiða orð aðili er mikið notað í íslenskum texta. Þetta er orð sem oftast, ef ekki alltaf er óþarft. Þessi frétt er dæmigerð: "og voru viðbragðsaðilar sendir...." - Líklega hafa þetta verið björgunarsveitarmenn sem sendir voru. - Enn verra er þetta svo síðar í fréttinni: "Tveir aðilar voru um borð í bátnum". Ég býst við að tveir menn hafi verið um borð í bátnum og þeir líklega sjómenn.

Fyrir mestu er þó að sjómennirnir komust heilir frá þessum hremmingum, sem er meira en hægt er að segja um blaðamanninn sem skrifaði þennan slæma texta því hann er að auki hlaðinn innsláttarvillum.

Viðbót kl. 20:50: Búið er að kippa aðilum út úr textanum en innsláttarvillurnar eru ennþá.


mbl.is Línubáturinn kominn upp á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi færsla minnti mig á Matta vin minn  sem gekk í eitthvað félag í Færeyjum og varð gildur limur í félaginu.

Víðir Benediktsson, 20.5.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir fyrst þú minnist á færeyskuna þá ryfjar þetta upp hjá mér myndatexta sem ég sá í Dimmalætting í einni ferð minni til Færeyja fyrir um 30 árum. Þá vildi svo til að á sama tíma voru nokkrir borgarfulltrúar úr Reykjavík ásamt borgarstjóranum Birgi Ísleifi í heimsón þar. Undir myndinni af þeim stóð: "Nokkrir limir av borgarstýrinum í Reykjavík afmyndaðir á flogvöllinum." - Færeyskan er snilld. Flest orðin af sama stofni og í íslensku og mörg þeirra kjarnyrtari en hjá okkur. Eins og þú veist segja þeir svartkjaftur um þann fisk sem við pempíurnar köllum kolmunna.

Haraldur Bjarnason, 20.5.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, ég er sammála þér um leiðigjarna málnotkun í fjölmiðlum og allt of margar málfræðivillur, og líka sammála þér um færeyskuna. Ég átti færeyska vinkonu, þegar ég bjó í Danmörku, og ég gat hlegið mig máttlausa yfir tungumálinu hennar, mállýskunni og orðanotkun. Bara skemmtilegt!!

Lilja G. Bolladóttir, 21.5.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband