Litlum hagsmunum fórnað fyrir mikla

Það er athyglisvert að sjá ráðherra og fleiri tala um að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að veiða 40 hrefnur þegar Hafró hefur lagt til að veiddar yrðu 440 hrefnur. Yfirleitt hafa nú ráðamenn ekki farið undir tillögur Hafró þegar ákveðið er hvað veiða skal af fiskistofnum. Réttara væri að segja að litlum hagsmunum væri fórnað fyrir mikla með því að veiða ekki meira af hval. 

Ef við skoðum aðeins þetta með minni og meiri hagsmuni. Hvalir éta óhemju mikið af fiski og fiskur gefur okkur miklar útflutningstekjur. Best væri að hægt væri að veiða meira af hval og það stórhveli, sem valda hvað mestum usla. Ef við ætlum að tala um sjálfbærni og að halda jafnvægi í lífríkinu þá þarf að gera það. Það gæti jafnvel verið þjóðarbúinu hagstætt þótt ekki væri hægt að selja afurðirnar.

Það er líka svolítið merkilegt að ásókn í hvalaskoðun hefur aukist ár frá ári á sama tíma og stundaðar hafa verið hrefnuveiðar og meira að segja lítilsháttar veiðar á stærri hvölum. Hvar eru þá þessi hagsmunir sem tapast með hrefnuveiðunum?

Umhyggjan er mikil núna hjá ráðherrum Samfylkingarinnar en hvar er umhyggja þeirra fyrir sjómönnum landsins í ljósi mannréttindabrots, sem mannréttindadómstóllinn hefur þegar dæmt íslensk stjórnvöld sek um. - Manni finnst þeir svolítið veruleikafirrtir þessir ráðherrar og í óttalegu litlu jarðsambandi.


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er tilfinningamál Haraldur, hefur ekkert með skynsemi að gera, og því fjölmenna stjórnmálamenn til fjölmiðla.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo er auðvitað athyglisvert að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra skuli vera að vekja svona mikla athygli á málinu með sérstökum yfirlýsingum, þegar þau virðast óttast umtal annarra þjóðarleiðtoga um það. Það er kannski ljós punktur í þessu að umræðan um hrefnuveiðarnar gæti bjargað okkur frá öryggisráðinu.

Haraldur Bjarnason, 20.5.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Haraldur Pálsson

Það er alveg ljóst að mikilvægi hvalveiða eru vegamikil og ekki væri vitlaust að veiða þá í dýrafóður og hakka einnig niður í sjóinn fyrir fiskafóður handa ýsunni og humrinum. Þá myndi einnig verða meiri áta í sjónum og þar af leiðandi gæti þorsksstofnin, loðnustofnin og sandsílin náð sér aftur á strik. Þegar minna verður um að ein tegund éti sjálfan fiskinn og önnur tegund éti frá honum fæðuna (átuna).
Bara ríkisstyrkja hvalveiðar og veiða gífurlega mikið af öllum tegundum árlega ætum sem óætum, og nauðsynlegt að veiða frændur hans keikó! þeir eru allllstaðar, það eru fleirri háhyrningar í landhelgi íslands en íslendingar. Killer whale, þeir borða eitthvað örlítið meira en eitt fiskiflak á dag.

Haraldur Pálsson, 20.5.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband