Eru allir í stjórnsýslunni orðnir 23 ára?

Þetta er nú fáránlegasta forræðishyggjutillaga nokkurrar nefndar í sveitarstjórn, sem maður hefur heyrt um. Nógu vitlaus var samþykktin á Akureyri um 18 ára aldurstakmarkið í fyrra en þessi miðar við 23 ár. - Hvað er þetta nefndarfólk að hugsa? - Ég hreinlega trúi því ekki að bæjarstjórn hlusti á þessa samþykkt nefndarinnar.

Maður þóttist nú heldur betur vera orðinn fullorðinn 23 ára gamall á Akranesi. Hvernig er það með nefndir og ráð bæjarins og bæjarstjórn. Eru allir fulltrúar orðnir 23 ára þar? Varla getur þeim sem eru undir þeim aldursmörkum verið treystandi til að taka ákvarðanir. Hvað þá lögreglunni að framfylgja lögum ef lögreluþjónar eru undir þessum 23 ára mörkum.

Svo hélt maður nú einfaldlega að fátt væri írskara á írskum dögum en ómældur bjór og fyllerí!!


mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Halli talaðu bara við íbúana við Esjubraut og þar í kring. Horfðu svo á þetta myndband:

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.5.2008 kl. 10:49

3 identicon

"eingöngu fyrir 23 ára og eldri, nema viðkomandi séu í fylgd með fullorðnum."

Ég er nú eiginlega bara móðguð - ég er 21 árs og tel mig vera fullorðna manneskju.

Hvernig er það ef maður ákveður að fara 18-22 ára með 22 ára eiginmanninum sínum og litla barninu sínu í fjölskylduferð á írska daga?

Fær maður þá ekki að fara nema maður sé í fylgd með "fullorðnum"?

Algjört rugl!

Sunna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:55

4 identicon

Magnús þar sem ég er búin að horfa á þetta myndband þá sé ég að meirihluti þeirra sem sjást í mynd þarna eru ungir krakkar á Akranesi hvað á að gera við þá krakka þar sem þau ná ekki 23 ára aldrinum.

Mamma á Akranesi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maggi. Þessar myndir eru dæmigerðar útihátíðar myndir. Sambærilegar myndir væri hægt að taka á þjóðhátið í Eyjum. Þær hefði líka verið hægt að taka í Húsafelli í gamla daga, í Atlavík, Þórsmörk eða á Akureyri. Veit ekki hvort þeir sem sjást þarna eru undir 23 ára, er þó ekki viss. Ef á að halda þessa hátíð áfram má einfaldlega reikna með einhverju svona. Ég sé ekki að 23 ára eða 18 ára aldurstakmark, eða hvað það verður leysi neitt. - Menn geta orðið fullir og vitlausir á öllum aldri.

Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 11:08

6 identicon

Sjálfur get ég ekki séð mikinn mun á hvernig ég fór á fyllerí tvítugur og svo tuttugu og þriggja.

En 18 ára aldurstakmarkið skil ég betur, þá er verið að miða við að þeir sem koma séu orðnir sjálfráða.

AndriR (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það þarf að lesa bókunina í heild sinni, ekki það sem misvitrir blaðamenn draga hluta efnis út til að koma af stað deilum. Bókunin er eftirfarandi: " Aðgangur verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára eða eldri.”Ef þú ert með fjölskyldu, því fellur þú og fjölskylda þín ekki undir þetta aldursákvæði!!Og fyrir óbundna:Það er eitt sem þarf að skilja, að til að hafa lög og reglur í lagi, þá þarf stundum að koma böndum á kringumstæðurnar.  Skemmtilegur enskur málsháttur: "Til að búa til eggjaköku, þá þarf að brjóta nokkur egg." ("To make an omelett, you need to break few eggs.")  Þá er ýmislegt gert sem fólk þar einfaldlega að sætta sig við.  Hraðatakmarkanir á þjóðvegum eru ekki sett heiðvirðum ökumönnum til höfuðs, heldur hinum bjánunun sem aka eins og fábjánar.  En það þurfa allir að fara eftir þeim reglum!Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.5.2008 kl. 16:56

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Björn bóndi. Fjölskyldur eru myndaðar af einstaklingum. Ef einn 22 ára úr einhverri fjölskyldunni ætlar að tjalda þarna á æskuslóðum mínum á Skaganum. Þá þarf hann að drösla með sér einhverjum úr sinni fjölskyldu, sem er að minnsta kosti ári eldri, samkvæmt þessari bókun. - Þú seilist nú nokkuð langt í réttætingum fyrir þessu með samlíkingum við eggjakökur og hraðatakmarkanir.

Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 17:03

9 identicon

Haraldur. Hvað varst þú að reykja?  Hvað kostar grammið af þessu?

Nebúkadnesar. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svara nú yfirleitt ekki aumingjum sem þora ekki að tjá sig undir nafni en það eru Fánavindlar sem ég reyki. Hef ekki hugmynd um þyngd þeirra né hve mikið grammið kostar. Skil heldur ekki samhengið hjá þér í þessari umræðu.

Haraldur Bjarnason, 14.5.2008 kl. 23:54

11 identicon

Þú bullar svo.  Ef það er þér bara svona einleikið, þá bið ég þig afsökunar á að hafa vakið athygli á fötlun þinni.

Nebúkadnesar. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:27

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er í sjálfu sér ekkert að biðja afsökunar á að vekja athygli á þessum fánavindlareykingum. Þetta er það eina sem ég hef reykt um ævina ef undan eru skyldar smá pípureykingar með Skandinavik tóbaki fyrir um 30 árum. Ég hef hins vegar aldrei sett þennan ávana í samband við fötlun. Hins vegar vil ég biðja þig að halda þig við þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni á þessari bloggsíðu minni. Annars hendi ég einfaldlega commentum þínum út. Vil láta þessi standa á meðan ég kemst að því hver þú ert. Þau vekja athygli á fötlun þinni.

Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband