Loksins kom vitræn tillaga um vöruflutninga
9.5.2008 | 07:51
Loksins kom maður, sem vill horfa til framtíðar með vöruflutninga hérlendis. Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður ætlar að óska eftir því að hagkvæmnin við að færa vöruflutningana af vegunum út á sjó verði könnuð. Ég trúi ekki öðru en Möllerinn samgönguráðherra taki vel í þetta mál og láti skoða það af alvöru.
Ljóst má vera að flutningar verða ekki alfarið færðir út á sjó en stærstur hluti þess sem verið er að flytja um þjóðvegina í dag getur alveg farið sjóleiðina. Það er ekki nærri því allt sem þarf að komast samdægurs eða með tveggja daga fyrirvara milli landshluta. Við erum að greiða niður vöruflutninga á þjóðvegunum í dag. Það má vera ljóst þar sem gjöld af þeim flutningum standa engan veginn undir kostnaði við að endurbæta vegi eftir þær skemmdir sem allir þessir flutningar valda. Hvað þá að leggja nýja vegi sem þola þessa flutninga.
Ég er marg búinn að koma fram með ábendingar um þetta í færslum hér á bloggsíðunni. Ég fagna þessari hugmynd Ármanns og er viss um að hún fær góðar undirtektir. Eitthvað varð þess valdandi að skipafélögin Eimskip og Samskip hættu strandsiglingum og fóru alfarið yfir í landflutninga. Ríkið hefur líklega verið að gefa vitlaust í þessum málum en þá er bara að stokka spilin og gefa á ný.
Strandsiglingar kall nútímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ættum kannski bara að fá okkur loftskip
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 11:27
Og svo voru það Ríkisskip! Var að átta mig á þeirri nafngift í þessum skrifuðum orðum.
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:28
Stefnt verði að því að skipa öllu frá Evrópu upp á Reyðarfirði og fiskur frá Austur- og Norðurlandi, sem ekki fer með skipum út frá þeirri höfn, verð fluttur út með flugi frá Egilsstaðaflugvelli.
Benedikt V. Warén, 9.5.2008 kl. 13:01
Valli loftskipin sigla líka. Þau slíta ekki vegum það er ljóst og ekki dekkjum heldur Já Sigrún auðvitað mátti ríkisrekið skipafélag vera í samkeppni við Eimskip og Samskip, sem þökkuðu svo fyrir sig og lögðu undir sig vegina. Hvað sögðu bankamenn um Íbúðalánasjóð fyrir ekki löngu síðan? Við vitum hvernig sú staða er núna. Er kannski eitthvað líkt með þessu? - Annars held ég að það þurfi engan ríkisrekstur í strandflutninga. Það þarf bara að kann hvort er hagkvæmara fyrir þjóðina í heild eins og Ármann er að benda á.
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 13:02
leiðrétting þarna átti að standa: auðvitað mátti ekki ríkisrekið...... - En Pelli þetta er náttúrulega ekkert fráleit hugmynd og þannig geta strandflutningaskip tekið við varningnum á Reyðarfirði og dreift honum hringinn.
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 13:05
Þetta er rétt hjá Pella
Lengri flugbraut á Egilsstöðum og efling á hafnsækinni starfssemi kemur til með að vera okkar framtíð, í bland við ferðaþjónustuna og öfluga verktaka sem sækja á útboðsmarkaði aflafé eins og fiskimenn gerðu áður til sjós.
Sókn er oftast besta vörnin.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 13:19
Íslandshringurinn er jafnlangur hvort hann byrjar í Reykjavík eða Reyðarfirði og einnig fá skipin flutning seinni helminginn af leiðinni í stað þess að sigla þá leið hálftóm.
Benedikt V. Warén, 9.5.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.