"Gott skip" á Húsavík

Ekkert smá, heilir tíu lítrar af vodka og átta sígarettu karton. Satt að segja hélt ég að löggan væri hætt að eltast við svona smotterí eftir að öll hörðu fíkniefnin komu til sögunnar. En þeim ber að framfylgja lögunum og enginn má selja svona varning nema ríkið og til þess valdir veitingamenn. Þannig að löggan á Húsavík er bara að standa sína plikt. Annars eru þeir svoldið langræknir þarna á Húsavík fyrst þeir muna enn eftir að þeir höfðu afskipti af sama skipi fyrir 2 árum. Kaupendurnir fá sekt, segir í fréttinni, en hvað með Rússana?

Annars hafa skip, sem færa svona varning að landi gjarnan verið kölluð "góð skip" í sjávarplássum hér á landi í gegnum tíðina. 


mbl.is Lögregla á Húsavík lagði hald á smygl úr rússnesku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er greinilegt að Júlíus Havsteen hefur látið af störfum þar eystra. Í hans tíð var ekki verið að amast við svona smámunum þó borin væri ein og ein flaska upp úr skipi.

Víðir Benediktsson, 8.5.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það tekur því nú varla að koma með svona lítið eða hvað ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvað er svo gert við allt "góssið"?  Veit það einhver?

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..kannski er einhversstaðar partí á Húsavík???

Haraldur Bjarnason, 8.5.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...heyrðu kallinn....hefur þú ekki eitthvað verið að þvælast þarna á Húsavík???

Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband