Ágætis umhugsunarefni fyrir Björn og hans lið

Ætli Björn Bjarnason og hans lið taki mark á þessari ályktun, sem Amnesty á Íslandi hefur sent frá sér. Samkvæmt lýsingunum sem þar koma fram eru  þessar rafbyssur skaðræðisvopn og ekkert vit í að setja þær í hendurnar á mönnum sem ekki geta haft hemil á sér með spraybrúsa eða kylfur. Nýleg samþykkt landsfundar lögreglumanna bendir þó til þess að á þeim bæ dreymi menn um svona vopn. - Þessi litaða tilvitnun í ályktun Amnesty segir hins vegar allt sem segja þarf:

 Rafbyssur eru kynntar sem öruggari valkostur við skotvopn þegar lögreglan á í höggi við hættulega einstaklinga. Þrátt fyrir það hefur komið í ljós að í reynd er rafbyssum er ekki einungis beitt gegn einstaklingum sem lögreglan telur að hætta stafi af, heldur er þeim í síauknum mæli beitt sem tæki gegn fólki sem engin raunveruleg hætta stafar af. Rafbyssum er oft beitt við aðstæður þar sem hvorki beiting vopna og jafnvel ekki kylfa væri réttlætanleg, að því er segir í tilkynningu frá Amnesty.
Frá því í júní árið 2001 hafa a.m.k. 290 einstaklingar látist í Bandaríkjunum og Kanada eftir að hafa fengið í sig rafstuð úr M26 og X26 rafbyssum, í sumum tilfellanna var beitt aðferðum eins og þeim sem lýst er hér að ofan
.

Sérsveitin hefur byssur og það er nóg. - Nær væri að leggja áherslu á mannleg samskipti í lögregluskólanum og hætta að hugsa hlutina út frá því að ofbeldi leysi einhver mál. - Gleymið frekari vopnaburði lögreglu. Vopnaburður kallar bara á aukið ofbeldi.


mbl.is Amnesty leggst gegn notkun rafbyssa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Heyr heyr

Þarna erum við sammála, vel orðað

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.5.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Úff þetta er óhugnanlegt

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.5.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband