Afl hefur sinnt góðri löggæslu fyrir ríkið

Forsvarsmenn Afls, starfsgreinafélags á Austurlandi hafa undanfarin ár þurft að standa í ströngu vegna ýmissra réttindamála, sem tengjast stórframkvæmdunum eystra. Þetta mál sem vannst núna er aðeins eitt af mörgum atvikum sem félagið hefur þurft að hafa afskipti af. Félagið hefur í raun verið að taka að sér löggæslu að hluta til síðustu ár og ekki annað að sjá á niðurstöðum dóma en að þar hafi tekist vel til.

Það var nefnilega ýmislegt sem ríkisvaldið gleymdi að gera ráð fyrir þegar farið var í stórframkvæmdirnar. Bæði lagaumhverfið og eftirlitið. 


mbl.is AFL vinnur innheimtu- og vinnuréttindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband