Taka allan pakkann í einu og málið er dautt

Það er í rauninni synd að þessi bor skuli ekki látinn bora sig til sjávar frá Héraði um Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð og til Reyðarfjarðar, þar sem má setja hann í skip. Vel má vera að of seint sé í rassinn gripið og útboðsferli og allt slíkt setji strik í reikninginn. Þarna er hins vegar kjörið tækifæri til að ljúka þeim verkum, sem hefðu þurft að vera samhliða Kárahnjúkavirkjun og stóriðju við Reyðarfjörð. Það átti um leið að tengja Hérað við firði á nútíma hátt. Hætta þessu príli yfir há fjöll með fólk og annað sem flytja þarf.

Heimamenn hafa að undanförnu verið að skoða þessi mál og notkun þessa bors virðist raunhæf. Hvort svona tækifæri kemur upp í hendurnar á okkur aftur fljótlega er óljóst. Eflaust verður áfram dundað við að þrasa um hvar næsta gat eigi að koma og því sleppt að taka allan pakkann í einu. Það þarf að gera og málið er dautt.  


mbl.is Risabor á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband