Abbas hefur nú séð það svartara

Nú er maður alveg hættur að átta sig á trukkabílstjórunum. Mótmæli þeirra voru góðra gjalda verð í upphafi og þeir riðu á vaðið með því að vekja rækilega athygli á málstað sínum með aðferðum sem ekki hefur verið mikið um hér á landi. Þeir eru enn að, enda eflaust nógu hægt að mótmæla, en þá hlýtur maður að spyrja hverju þeir eru í raun að mótmæla núna?

Möllerinn er búinn að fara til Brussel og tala máli þeirra. Nú liggur fyrir ESB ósk um að tekið verði tillit til trukkabílstjóra um hvíldarreglur. Það virðist hafa hægst heldur á eldsneytishækkunum hér á landi, miðað við það sem var áður, þrátt fyrir að eldsneytisverð hækki ytra. Hvað stendur þá eftir?

Það að vekja á sér athygli með því að trufla atburðarás við Bessastaði gerir hvorki þeim né okkur hinum gagn, nema síður sé. Líklega kippir nú Abbas sér ekki upp við einhverja nokkra trukka með flautublæstri. Hann hefur séð það svartara.

 


mbl.is Bílstjórar fóru með friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nú, þeir fóru með friði!  Kannski Abbas leiði sína menn á þá braut??  Hann gæti hugsað sem svo:  Sneðugt á Íslandi!

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Sigrún það stendur yfir fréttinni núna en þegar ég bloggaði við hana var fyrirsögnin önnur og ekki búið að bæta framan við hana neinu um að þeir væru farnir. En við skulum vona að slíkt geti gerst á heimaslóðum Abbasar líka en þar ræður hann ekki neinn. Ísraelsmenn með Kanann sér til fulltingis sjá til þess.

Haraldur Bjarnason, 22.4.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband