Pukrið er bara hluti af ohf

Svona virkar ohf. bara - RÚV kemur ráðherra ekkert við lengur. - Eigendunum, þjóðinni, kemur heldur ekkert við um RÚV. - Þetta eru skilaboðin sem send eru og ekki er víst að eigendur annarra fyrirtækja í landinu sættu sig við svona lagað. Þeir vilja eflaust margir hverjir geta leitað svona upplýsinga í sínum fyrirtækjum. - En þannig er það bara ekki hjá RÚV ohf. - Aumkunarverðast er það fyrir útvarpsstjóra að þarna er fjölmiðillinn visir.is að vitna til upplýsingalaga og fær ekki svör. Þeirra sömu laga og starfsmenn RÚV hafa oftar en ekki þurft að vitna til við að leita upplýsinga. Það var meðal annars gert fljótlega eftir að lögin voru sett til að fá upplýsingar um laun sveitarstjóra.

Laun útvarpsstarfsmanna voru aldrei leyndarmál áður en ohf kom til, enda allir á þeim launaskömmtum sem ríkið skammtar. Nú er öldin önnur, pukur og greinilega einkasamningar við einstaka menn í gangi. Efast samt stórlega um að stærstur hluti starfsmanna RÚV liggi á upplýsingum um sín laun. Þeir eru ekki ofaldir.

Án efa verður hið sama upp á teningnum þegar Landspítalinn verður ohf.


mbl.is Pukur ekki að undirlagi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband