Er verið að réttlæta óþarfa ferð víkingasveitar?

Óttalega finnst mér þetta mikil lágkúra og yfirborðskennt hjá lögregluyfirvöldum að draga nú fyrir dóm mótmælanda gegn Kárahnjúkavirkjun fyir tæpum tveimur árum vegna smá skemmda á einhverjum löggubíl. Sérstaklega í ljósi þess að kæru mannsins á hendur lögreglunni fyrir að reyna að keyra sig niður var vísað frá.

Sjálfur var ég viðstaddur og horfði á úr fjarlægð þegar lögreglan kom til að fjarlægja fólkið úr tjaldbúðunum. Ekki sá ég þennan atburð en þetta fólk sýndi ekki af sér neina ofbeldistilburði. Það bara hlýddi tilmælum lögreglu og fór um borð í rútu sem kom á staðinn. Þarna mætti fjöldi lögreglumanna og meira að segja voru sendir á staðinn víkingasveitarmenn bæði að norðan og sunnan. Kannski eru lögregluyfirvöld að reyna að réttlæta það bruðl með þessu dómsmáli nú og svo þurfa þeir náttúrlega að koma böndum á þennan mann, sem meira að segja hefur slett skyri.

Ég hef dáðst að stillingu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við mótmæli trukkabílstjóra en lágkúran fyrir austan er algjör. Skammist ykkar lögguforingjar! 


mbl.is Aðgerðarsinni fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hin gullna regla löggæslu er að viðbrögð séu í samræmi við tilefni... það var ekki í þessu máli og því miður skömm fyrir lögregluyfirvöld

Jón Ingi Cæsarsson, 21.4.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér Haraldur ! Þar sem við viljum nú meina að við búum í lýðtæðisríki þá hlýtur maður að ætla að mótmæli sem að alls ekki skaða neinn megi vera í friði.

Það er stundum eins og "sumir" vilji sýna vald sitt, þetta ber vott af því.

Hvernig er það með Þorstein son Davíðs, er hann komin til starfa ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.4.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég get nefnt í gamni að skoskur strákur sem var þarna spurði mig eftir hverju löggan væri að bíða, þegar hópurinn var að pakka saman pjönkum sínum. Ég sagði honum að von væri á sérsveit lögreglu, sem kölluð væri víkingasveit. Þá spurði stráksi: "Víkingasveit, eru þeir þá með horn á hjálmunum?" - Svona sakleysislegt virtist manni þetta vera. Auðvitað voru þau búin að gera eitthvað sem ekki mátti, spreyja á skemmur og stoppa tæki og bíla. - En þörfin fyrir víkingasveitina var engin. Það virkaði á mann sem svo að nú ætti að sýna þessu liði hvar valdið væri. - Guðrún, hann er kominn til starfa bæði á Norður- og Austurlandi en ekki veit ég hvort hann dæmir í þessu máli, þótt Héraðsdómur Austurlands sé með það á sínum snærum verður það tekið fyrir í Reykjavík.

Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þessi Víkinagsveit eða sérsveit lögreglunnar er afsprengi amerískra glæpaþátta sem lögreglan horfir á og apar svo eftir. Ætli Björn Bjarnason hafi leikið sér með tindáta þegar hann var lítill?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Algerlega sammála þessu hjá þér Haraldur.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.4.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Innilega sammála pistlinum þínum. Það virðist vera bannað að mótmæla á Íslandi, þótt hér eigi að heita lýðræði. Mótmælendur eru hafðir að háði og spotti og auk þess virðist ekki sama hverjir mótmæla og hverju er mótmælt.

Í fréttum Stöðvar 2 (minnir mig) kom augljóslega fram nýlega hvernig flutningabílstjórar sköpuðu mjög mikla hættu neðst í Ártúnsbrekkunni með ólöglegum akstri þegar þeir keyrðu þvert í veg fyrir bíla sem komu austur Miklubraut. Maður gekk undir manns hönd að segja hvað þetta væri hættulegt og ólöglegt. Verða þeir kærðir sem þetta gerðu og lögðu fólk í lífshættu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:03

7 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Er ekki forgangsröð lögreglunnar yfirleitt undarleg, það finnst mér Halli, og svo er eins og sumir lögreglumenn (konur) höndli það ekki að klæðast lögreglubúningi.

Grétar Rögnvarsson, 21.4.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já ég held að það sé alveg ljóst Lára Hanna að það er ekki sama hverjir eru að mótmæla og ekki heldur hverju er verið að mótmæla. Get líka alveg tekið undir þetta hjá þér að hann var ekki til fyrirmyndar bílstjórinn sem sýndi háskaaksturinn í fréttum Stöðvar 2. Forsvarsmenn bílstjóra fordæmdu þetta atvik líka og þetta var málstaðnum ekki til góða. Það má svo sem segja líka um sumt af því sem gert var í mótmælunum við Kárahnjúka, eins og að skemma tæki, þótt það hafi ekki valdið neinum hættu. En hvort bílstjórarnir verða kærðir veit maður ekki. Þeir voru allavega skrifaðir niður og teknar af þeim myndir. Við fáum kannski eitthvað að heyra af því eftir tæp 2 ár eins og kærunni á Ólaf. - Grétar þetta hefur manni oft fundist líka og ekki síst þetta sem þú nefnir með þá sem klæðast búningnum. Það eru alls ekki allir hæfir í þetta starf og maður hefur séð menn gjörbreytast við það eitt að verða lögregluþjónar. Það eru til dæmi um að þangað ráðist fólk sem hafi orðið fyrir einhvers konar einelti eða undir í samfélaginu á einhvern hátt og sé síðan að hefna sín, þegar það fer í löggubúninginn. En það er alltaf misjafn sauður í mörgu fé og ekkert af þessu afsakar þetta furðulega dómsmál sem nú er í gangi.

Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband