Verndum ríkidæmið, Geir!

Það er ótrúlegt að þetta skuli vera að gerast hjá einni ríkustu þjóð heims (svo segir Geir) að ekki sé hægt að semja við hátt í hundrað hjúkrunarfræðinga á stærsta sjúkrahúsi landsins. Það er rétt hjá Geir að við erum rík þjóð. Eitt okkar helsta ríkidæmi er að eiga gott heilbrigðiskerfi, sem byggist á góðu starfsfólki, án þess er engin heilbrigðisþjónusta. Undirsátar Geirs eru að setja þetta ríkidæmi í hættu. Nú er svo komið að samningaviðræður ganga ekkert og verið er að taka fólk á eintal líklega til að brjóta niður samstöðuna. Málið virðist fyrst og fremst snúast um mannlega þætti. Hjúkrunarfræðingar telja breytingar á vaktafyrirkomulagi slæmar. Eflaust spila einhverjir þúsund kallar þar inn í og þá vilja forsvarsmenn sjúkrahússins bæta með einhverjum bílastyrk. - Af hverju mega peningagreiðslur hjá ríkinu aldrei kallast laun?

Hvar er svo heilbrigðisráðherra? - Ætlar hann að láta þetta gerast án íhlutunar? - Er hann kannski að bíða eftir að bjóða þessi störf út í verktöku? - Það virðast nefnilega oft vera til peningar í verktakastarfsemi í heilbrigðiskerfinu, sem er ekkert annað en einkavæðing á ríkisframfæri. - Hvar eru Geir og Solla? - Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að verja þennan aumingjaskap samstarfsflokksins og láta þetta yfir sig ganga. - Látið nú hendur standa fram úr ermum.

Hins vegar er fyrirsögnin á fréttinni nokkuð góð og hægt að gera grín að henni. Eins gott að framkvæmdin sé ekki samkvæmt orðanna hljóðan, því ekki er víst að allt þetta fólk gæti þá fengið þá hjúkrun sem það þyrfti.


mbl.is „Verið að berja okkur til hlýðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband