Of ljótt til að vera satt

Það hlaut að vera eitthvað bogið við þessa frásögn í mbl í gær um að flugfreyjur íslensks fyrirtækis mættu ekki vera í stéttarfélagi. Þetta var of fjarstæðukennt til að geta gerst á 21. öld. Betra hefði verið hjá mbl að leita skýringa forsvarsmanna þessa flugfélags áður en fréttin var látin fara. Þetta gerist hins vegar í kapphlaupinu um að vera fyrstur með "fréttina" og er ekki gott.

Jón Karl Ólafsson gefur haldbærar skýringar enda trúði maður vart að maður sem hafði við svo góðan orðstír verið í forsvari fyrir Flugfélag Íslands, Icelandair og Samtök ferðaþjónustunnar léti slíkan forneskjuhugsunarhátt viðgangast í sínu fyrirtæki að meina fólki aðgang að stéttarfélagi. það er því engin ástæða að hvetja fólk til að hætta viðskiptum við þetta flugfélag.

Nú er það formanns Flugfreyjufélagsins að skýra út fyrir lesendum mbl hvernig á þessum ummælum stóð. Í gær sagði ég í færslu minni: "Ljótt er ef satt er". Nú er því við hæfi að segja: "Of ljótt til að vera satt."


mbl.is Segir engan fót fyrir orðum Flugfreyjufélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Það verður samt að viðurkenna að það hefur tíðkast á ýmsum vinnustöðum (ekkert endilega JetX, enda veit ég ekkert um það) að starfsmönnum er tjáð að það sé ekki litið neitt alltof vel að fólkið gangi í stéttarfélög.  Dáldið svona "Við getum ekki BANNAÐ þér að ganga í stéttarfélag, en vildum frekar að þú gerðir það ekki." 

Því miður á þetta oft við þegar erlendir starfsmenn eiga í hlut.  Oft kemur fólk frá löndum þar sem það er ekkert sjálfsagt að séu til stéttarfélög, og hvað þá að fólk sé hvatt til að ganga í þau.  Ég myndi a.m.k. hugsa mig tvisvar um ef mér yrði boðin vinna á stað sem liti félögin hornauga. 

kiza, 19.4.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Því miður er þetta rétta sem þú segir Jóna Svanlaug en mér finnst það líka góð ákvörðun hjá þér að vilja sniðganga fyritæki sem líta stéttarfélög hornauga. Betra væri að þetta væri almenn hugsun. 

Haraldur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 11:02

3 identicon

Verð að segja að það þarf ekki mikið til að snúa þér hérna!  Um leið og Jón Karl opnar munninn þá er það heilagt..Hvernig væri að kynna sér báðar hliðar???  Það hefur enginn bannað flugfreyjum hjá JetX að vera í stéttarfélagi - þau mega bara ekki vera í Flugreyjufélaginu.  Hvað um það árið 2008??  og hvers vegna ekki??  Spurning um að kanna það

Stefanía (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er enginn snúningur Stefanía. Ég sagði strax í upphafi að finndist þetta ótrúlegt á 21. öld.  Ég hef hins vegar ekki séð nein svör frá flugfreyjufélaginu ennþá, þau hafa þá farið leynt ef svo er. Auðvitað átti mbl.is að leita þeirra svara fyrst Jón Karl segir engin rök fyrir þessum orðum í fréttinni. Svo er nú Flugfreyjufélagið stéttarfélag þannig að um leið og þeim er bannað að vera þar þá er þeim bannað að vera í stéttarfélagi.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 22:38

5 identicon

Já og það er reyndar staðreynd að flugliðum hjá jetx er ekki leyfilegt að ganga í FFI. Flestallir sendu inn umsóknir þann 1.september sl og núna er málið orðið það alvarlegt að þetta er komið til ríkissáttasemjara. Súrt að fylgjast með því og sjá að fyrirtæki leyfir sér svona...ef þú ert rafvirki, er rétt að vera í VR???

Stefanía (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála því að auðvitað er eðlilegast að vera í því stéttarfélagi sem stendur manni næst miðað við atvinnu. Hins vegar er víst félagafrelsi á Íslandi, sem flækir málið eitthvað, en það á nú bara að vera hagstæðara fyrir viðkomandi vinnuveitanda að hafa sitt fólk í því félagi sem tilheyrir viðkomandi stétt, þannig að þetta er einhver bölvuð þröngsýni þarna á ferðinni. Skil þetta eiginlega ekki því enginn sparar á því að vera með óánægt starfsfólk.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 23:24

7 identicon

Sammála því Halli. Miðað við aðstæður hjá þessu fyrirtæki ´þá er ótrúlegt að þeir geri svona...og svo segir Jón Karl að þetta hafi lengi staðið til...Auðvitað er það ekki FFI að halda áfram með þetta mál þar sem að Flugliðar JetX eru ekki ennþá komnir í félagið. En eitthvað verður að gera...allavega að koma því fram hvað er rétt

Stefanía (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:43

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já farðu bara lengra með þetta Stefanía. Þó við séum nú óttalegt bananalýðveldi, þá er verkalýðshreyfingin nokkuð þróuð hér og á að taka svona málum. Hef einhvern veginn grun um að þetta hafi farið of hljótt og einhversstaðar sé verið að kippa í spotta. Þykir það þó ótrúlegt af Jóni Karli, ef ég þekki hann rétt. - Gangi þér vel og gleðilegt sumar!  

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 23:49

9 identicon

Takk fyrir það :) Mundu það næst þegar þú ferð með Heimsferðum /Terra nóva að Fluðliðum er ekki leyfilegt að vera í FFI  :)  Held að þetta sé ekkert dautt mál ! ..What goes around - comes around...

Stefanía (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Öflug - styð þetta hjá þér.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 23:58

11 identicon

Takk takk :)  tel mig réttlætissinnaða og svona á ekki að eiga sér stað árið 2008... sértaklega þegar það tengist manni sjálfum

Stefanía (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband