Hvar liggur allt þetta ríkidæmi?

Geir Haarde forsætisráðherra segir að við, sem séum ein ríkasta og þróaðasta þjóð heims, tökum ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar. Hvað á maðurinn við? Ef þetta er raunin, sem maður efast stórlega um, þá ættum við að hafa efni á að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu. Það erum við hins vegar ekki að gera.

Það er allt upp í loft í heilbrigðismálunum. Fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga blasa við á stærsta spítalanum, aðbúnaður á geðdeild er gagnrýndur og færri komast að til að njóta heilbrigðisþjónustu en þurfa. Starfsfólk heilbrigðisstofnanna vinnur þrekvirki á hverjum degi við rýr kjör og lélegan aðbúnað. - Hvernig væri að setja eitthvað af ríkidæminu í þessi mál? Það skilar sér fljótt til baka. - Þetta er heldur ekki vísbending um að við séum í hópi þróuðustu þjóða.  Það er víða pottur brotinn í samfélagsþjónustunni og þeir sem minna mega sín bera stöðugt minna úr bítum á meðan hinir, sem meira mega sín, hafa fitnað eins og púkinn á fjósbitanum.

Það getur ekki verið að forsætisráðherra hafi meint þetta með ríkidæmið og þróunina. Ef hann hefur meint þetta þá er kappinn í einhverjum fílabeinsturni sem hann þarf að koma niður úr.  Á leiðinni niður úr turninum ætti hann líka að benda á hvar allt ríkidæmið liggur.


mbl.is Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Gæti sem best trúað því að Geir væri haldinn háloftaveiki, að láta aðra eins ósvinnu út úr sér,  talandi um land er hefur skattleysismörk langt undir lámarksframfærslukostnaði, og greiða fullmenntuðum kennurum undir 2000 evrur í mánaðarlaun.  Geir hlítur að vera farinn að svipast um eftir annari vinnu.

haraldurhar, 18.4.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...heldurðu að það sé eitthvað til við þessu nafni?

Haraldur Bjarnason, 18.4.2008 kl. 21:07

3 identicon

Fór listi SÞ framhjá þér? Tvær norðurþjóðir utan ESB á toppnum.

Ætli það sé tilviljun?

Geiri (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Geiri ætli þetta sé ekki frekar spurning um hvaða mat er lagt á ríkidæmi?

Haraldur Bjarnason, 18.4.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þrátt fyrir ríkidæmi okkar þá er margt ógert. Við erum samt rík þjóð. Við höfum hins vegar verk að vinna  til þess að gera enn betur.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Sigurður. Við erum rík og við eigum að nýta það ríkidæmi skynsamlega. Það er nefnilega margt ógert á þeim sviðum, sem ég nefndi, sem er ekki réttlætanlegt. Þess vegna spurði ég í fyrirsögninni um hvar allt þetta ríkidæmi lægi.

Haraldur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband