Framúrkeyrsla á Fjarðarheiði

Eru menn eitthvað að fara fram úr sér þarna á Fjarðarheiðinni? - Þegar lagt var upp með þessa nýju virkjun Fjarðarár leit allt mjög vel út. Lítið umhverfisrask átti að verða af framkvæmdunum og í rauninni var þetta borðliggjandi dæmi um virkjun vatnsorku í sátt við umhverfið. Enda var framkvæmdin metin svo af Skipulagsstofnun að hún þyrfti ekki í mat á umhverfisáhrifum.

Hins vegar hefur það ekki farið fram hjá neinum, sem lagt hefur leið sína um þetta svæði, að raskið er umtalsvert og mun meira en flestir virðast hafa átt von á. Einhverju virðist því hafa verið bætt við og hvort það hefur verið gert á skjön við tilskilin leyfi verður að koma í ljós. Ekki er hægt að líða það að annað sé framkvæmt en lagt er upp með þegar framkvæmdir eru kynntar. Sama þótt málstaðurinn sé góður, eins og reyndar aukin orka úr Fjarðará er til viðbótar við hina gamalgrónu Fjarðarselsvirkjun.


mbl.is Spurt um breytingar á virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband