Ljótt er ef satt er

Getur þessi frétt verið sönn? Að íslenskt fyrirtæki á 21. öld sé að meina fólki að vera í stéttarfélagi. Ef satt er þá er auðvitað bara eitt svar við þessu. Við svona fyrirtæki eiga menn ekki viðskipti. Samkvæmt fréttinni er þetta flugfélag að fljúga með farþega fyrir eina stærstu ferðaskrifstofuna svo þeir eru ófáir Íslendingarnir sem ferðast með því. 

Hér á landi hafa menn verið í strögli síðustu árin við að fá rétt útlendinga viðurkenndan og að þeir fengju þau sjálfsögðu mannréttindi að vera í verkalýðsfélögum og njóta þeirra kjara sem samið er um. Þar hafa óprútnir atvinnurekendur verið að notfæra sér neyð fólks sem leitað hefur hingað til að njóta betri kjara en í heimalandinu.

Nú virðist eitthvert óprúttið flugfélag vera að nýta sér það að eftirsókn hefur verið í flugfreyjustarfið. Skilyrði eru sett og svona lagað hefur yfir sér þrælahaldsblæ.- Nú hljóta Íslendingar að kanna hjá ferðaskrifstofum með hverjum er flogið þegar farið er í sumarfríið sem er framundan.  Hafa menn geð í sér að skipta við svona fyrirtæki, sem meinar fólki sínu aðgang að stéttarfélagi? - Ljótt er ef satt er.


mbl.is Óttast að vera sagt upp hjá JetX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er skelfilegt, ef satt er.  Íslendingar ættu að sjá sóma sinn og sniðganga svona  siðlaust fyrirtæki.

Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:11

2 identicon

Ekki gleyma því að þeir ráða ekki Íslenska flugmenn, heldur eru bara með erlenda verktaka til að sjá um flugið fyrir sig, við Íslendingarnir erum of dýrir fyrir þá

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Menn mættu líka alveg fara að skoða Iceland Express betur en fólk virðist hafa verið blindað þar vegna þess að þeir eru með íslenskar flugfreyjur, en þegar viðkemur flugmönnum er nákvæmlega sama upp á teningnum og hjá JetX nema hvað að þeir ráða bara alls ekki íslenska flugmenn til þess að þurfa ekki að borga þeim mannsæmandi laun og þeir eru ekki í stéttarfélagi.

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....það er greinilega skítalykt af þessu...oj

Haraldur Bjarnason, 18.4.2008 kl. 10:40

5 identicon

Já þetta er til skammar fyrir Heimsferðir, ég mun sko ekki ferðast með þeim aftur.

Andrir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:41

6 identicon

Iceland express er ekki íslenskt flugfélag... 

Kristinn (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Iceland Express er náttúrlega ekki einu sinni flugfélag ef út í það er farið heldur farmiðasala fyrir Hello.

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...samkvæmt þessu, sem þið segið, er þetta apparat, Iceland Express, á engan hátt íslenskt, nema nafnið, sem þó er á ensku. - þetta félag myndi því kallast á íslensku: flagð undir fögru skinni, eða úlfur í sauðagæru. - en er hitt félagið JetX ekki íslenskt? 

Haraldur Bjarnason, 18.4.2008 kl. 13:29

9 identicon

Aðalástæðan fyrir því að JetX ræður ekki íslenska flugmenn (Hefur sagt það opinberlega) er vegna ótta við það að þeir muni síðar fara fram á það að ganga í stéttafélag (Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna). Þess í stað eru eingöngu erlendir flugmenn sem þarna eru ráðnir og þá eingöngu sem verktakar. Iceland Express er einnig eins og áður hefur komið fram, einungis farmiðasala en ekki flugfélag. Það er hinsvegar möguleiki fyrir íslenska flugmenn að fá vinnu fyrir Fly Hello sem er flugfélagið sem flýgur fyrir þá ef menn eru tilbúnir að greiða fyrir þjálfun sjálfir og vinna sem verktakar. Meira segja er það svo að flugmönnum (amk þeir íslensku sem boðin var að kaupa sér vinnu hjá þeim) var gert að greiða fyrir sitt Uniform sjálfir. Svona lagað þekkist ekki í neinni atvinnugrein svo ég viti til nema þessari.

 Góðar Flugstundir.

Manic Street Preacher (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:13

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En getið þið, sem vel eruð að ykkur í þessum málum, upplýst hvernig stendur á því að flugmenn láta fara svona með sig? - Nú er annarsstaðar á mbl.is frétt um að þessa dagana vanti allsstaðar flugmenn. Þetta er tekið upp úr Fréttablaði FÍA. - Geta flugmenn ekki nýtt sér þessa miklu eftirspurn og sett hnefann í borðið? - Þessu virðist öfugt farið með flugfreyjur og flugþjóna, þar er eftirspurnin eftir vinnu meiri en framboðið.   

Haraldur Bjarnason, 18.4.2008 kl. 15:31

11 identicon

Það er eftirspurn eftir flugmönnum víða. Hinsvegar er eftirspurn hjá íslenskum flugmönnum að fljúga hjá íslenskum flugfélögum þar sem þeir jú, búa á Íslandi. Hinsvegar eru það einungis Flugfélag Íslands, Icelandair, Air Atlanta, Ernir og fleiri minni flugfélög sem ráða Íslendinga. Þar eru störf í boði mun færri en flugmenn. C.a. 100-150 íslenskir flugmenn eru á lausu og uppylla þær kröfur sem flugfélög á Íslandi gera almennt til flugmanna varðandi reynslu og réttindi. Vert er að athuga að þetta er lítill markaður þannig að þessi tala er dálítið há hlutfallslega. Atlanta er með íslendinga í vinnu en einnig fjöldan allan af erlendum flugmönnum sem starfa sem verktakar.

Sennilegasta ástæðan fyrir því að flugmenn láta fara svona með sig er viljinn til að halda áfram að eiga heima á Íslandi. Hinsvegar mun þetta væntanlega breytast í náinni framtíð þegar menn átta sig á að oft eru mun betri kjör að finna erlendis. 

Manic Streed Preacher (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:18

12 identicon

 þeir sem hafa áhuga að kynna sér atvinnumál flugmanna á Íslandi ættu að lesa grein sem er í nýjasta tölublaði FIA frétta

http://www.fia.is/frettir-og-fundargerdir/frettabref/2008/

 greinin  er á bls 7 og er eftir Elmar Gíslason.

Sjálfur er ég félagsmaður og kannski hlutdrægur, en dæmi hver fyrir sig. 

Jón (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband