Ha! - Kópavogur og skipulag?

Úps!!! - Getur það verið að bæjarstjórinn í Kópavogi sé að gera sig breiðan um skipulagsmál? -Er eitthvað til sem kallast getur skipulag í Kópavogi? - Kópavogurinn hefur nú eiginlega verið eitt allsherjar völundarhús frá upphafi og ekki hefur það batnað með illskiljanlegu gatnakerfi og þessum turnum sem þar rísa.

Sagan segir að þegar gatnagerð hófst í Kópavogi hafi Finnbogi Rútur staðið og bent jarðýtustjórunum á að taka stefnuna á einhverja tiltekna steina og hóla. Út frá því sé svo skipulagið komið í þeim bæ. - Kannski var þetta bara ágætis aðferð og fleiri sáttir þá en nú þegar "forsjárhyggjan og valdboðið hafa náð yfirhendinni", eins og bæjarstjórinn segir. Skipulagsmál í mörgum bæjarfélögum í dag eru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir og mörg dæmi um ótrúlegt klúður.

Hér áður fyrr var Skóda-umboðið í Kópavogi og ein sagan um flókið gatnakerfi þar, var af gamla manninum sem hafði farið þangað að kaupa Skódann sinn. Síðast þegar fréttist af honum var hann enn að leita leiðar út úr bænum. Síðan eru liðin mörg ár og þessi saga löngu úrelt. - En bara, svo það fari ekki á milli mála:.......Það er gott að búa í Kópavogi.


mbl.is Valdboðið náði yfirhendinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Haraldur. Nú ætla ég að vera þér hjartanlega ósammála. Bjó hér í Kópavogi á árum áður, þegar Skóda umboðið var hér og fyrir þann tíma og bý hér nú. Munurinn er ótrúlegur. Undir stjórn þeirra Sigurðar Geirdal og Gunnars Birgissonar hefur Kópavogur tekið forystuna á sveitarstjórnarstiginu. Frágangur gatna til fyrirmyndar í langflestum tilfellum. Stóri turninn við Smáralindina er mjög flottur og ég vil gjarnan sjá nokkur stórhýsi í miðbæ höfuðborgarsvæðisins til viðbótar. Hins vegar finnst mér hægt að gagnrýna marga aðra þætti í Kópavogi, en það eru verkefni dagsins í dag og á komandi árum. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri er kominn til baka frá Reykjavík, og það er mikill fengur í honum. Þegar við skoðum t.d. íþróttaaðstöðu of fleiri þætti þá er get ég verið þér  hjartanlega sammála að það er gott að búa í Kópavogi.  

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Seint verð ég sammála þér um háhýsin Sigurður. Þau finnst mér ekki bara ljót heldur eru þau slæm í íslensku vindasömu veðurfari, ekki síst á suðvesturlandi. Á Íslandi er heldur ekki þörf fyrir þau, þar sem landrýmið er nóg. Sveitarfélagamörk mega ekki verði til að réttlæta tilveru þeirra. Því miður er þessi háhýsastefna í gangi víðar, þótt hvergi sé farið eins hátt og í Kópavogi. - Annars er Kópavogur ágætur þrátt fyrir nýtilkomna háhýsastefnu. - Takk fyrir góð innlegg.

Haraldur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband