Snjallt hjá Skagfirðingum

Skagfirðingar horfa til framtíðar og stofnun undirbúningsfélags um að reisa koltrefjaverksmiðju er til fyrirmyndar. Þarna hafa heimamenn frumkvæðið, fá til liðs við sig fjárfesta úr sinni sveit og lengra að komna og hrinda verkefninu af stað. Ekki ál né nokkurskonar málmbræðsla, verksmiðjan þarf nokkra orku en ekki umtalsverða og mengunin eflaust hverfandi ef hún er þá einhver. Þetta er passlega stórt fyrirtæki, það munar um 60 störf og svo eru alltaf einhver hliðarstörf. Stærðin setur þó ekki allt á hliðina í samfélaginu. Fjárfestingin er heldur ekkert sem ætti að vefjast fyrir mönnum.

Snjallt hjá Skagfirðingum að horfa út fyrir álgarðinn, horfa til framtíðar og framleiðslu á efni sem virðist einsýnt að eigi framtíðina fyrir sér. Vonandi er að dæmið gangi upp hjá þeim.


mbl.is Undirbúa byggingu koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er flott hjá þeim, - en hvað kemur þetta álverksmiðju við??   

Á ál ekki framtíð fyrir sér???

Benedikt V. Warén, 17.4.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú Pelli ál á framtíð fyrir sér meira að segja samhliða koltrefjum. Skagfirðingar sýna með þessu að það er hægt að horfa til annarrar framleiðslu líka.

Haraldur Bjarnason, 17.4.2008 kl. 18:41

3 identicon

Já þetta er snilld hjá þeim og vonandi að það verði eitthvað úr þessu, en kostnaður uppá 5 milljarða, verður ekkert mál að fjármagna það? Ætlar Bjarni að punga út fyrir því þegar á hólminn er komið?

Andrir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband