Fyrr má nú rota en dauðrota

Já fyrr má nú rota en dauðrota. Ekki er ég viss um að höggið við að lögfesta matvælalög Evrópusambandsins verði svo þungt að dauðrot hljótist af, eins og kemur fram í máli Guðna Ágústssonar. Satt að segja held ég að íslenskir neytendur séu skynsamari en svo að þeir velji útlendar kjötvörur umfram íslenskar svo einhverju máli skipti.

Auðvitað má búast við aukinni samkeppni en eru ekki allir frystar í matvöruverslunum nú þegar fullir af allskonar innfluttu kjöti? Samt kaupa Íslendingar sínar kjötvörur, sem aldrei fyrr. Forskot íslenskra framleiðenda er augljóst á öllum sviðum og þeir geta örugglega aukið það enn frekar. Líklega er þetta óþarfa ótti og pirringur en Guðni þarf að hafa sín orð um þetta, svo eftir honum sé tekið.


mbl.is Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Guðni verður að láta frá sér fara eitthvað til hjarðarinnar, held bara að voða fáir séu að hlusta og þessi málstaður er tímaeyðsla. Eins og þú réttilega segir, þeir fá auðvitað samkeppni, sem þá vantar, en ég held að kjötið okkar seljist áfram eins og ekkert sé, forskotið er mikið. En kjúklingur og svín þ.e. verksmiðjureksturinn lendir í vandræðum, það er held ég ljóst og kannski ekkert við því að gera.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband